A A A
  • 1981 - Brynhildur Elín Kristjánsdóttir
  • 1995 - Alexander Almar Finnbogason
  • 1996 - Margrét Unnur Borgarsdóttir
06.05.2013 - 21:16 | mbl.is

Skrúður hlýtur Carlo Scarpa verðlaunin

Svandís Svavarsdóttir flutti ávarp á aldarafmæli Skrúðs árið 2009. Mynd: mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson
Svandís Svavarsdóttir flutti ávarp á aldarafmæli Skrúðs árið 2009. Mynd: mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson
Frétt af mbl.is
Skrúður á Núpi í Dýrafirði hlýtur í ár ein virtustu verðlaun sem veitt eru á sviði menningarlandslags, garðlistar og landslagsarkitektúrs. Verðlaunin eru nefnd í höfuðið á Carlo Scarpa, virtum ítölskum arkitekt og hefur samnefnd menningar- og rannsóknastofnun veg og vanda af vali þeirra staða sem verðlaunaðir eru hverju sinni, en Carlo Scarpa sjóðurinn hefur veitt verðlaunin undanfarinn aldarfjórðung. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Verðlaunaafhendingin fer fram í Treviso á Ítalíu þann 11. maí.


Síðastliðið haust kom hingað til lands tíu manna nefnd sérfræðinga á vegum menningar- og fræðsluseturs Carlo Scarpa sjóðsins og tók stjórn framkvæmdasjóðs Skrúðs á móti sendinefndinni í Skrúði.


Aðdragandi að komu sendinefndar Carlo Scarpa sjóðsins til Íslands var sá að sjóðurinn hafði samband við þrjá landslagsarkitekta hér á landi, Reyni Vilhjálmsson, Einar E. Sæmundsen og Þráinn Hauksson og skipulögðu þeir heimsókn nefndarmanna þar sem skoðaðir voru helstu garðar hér á landi, samkvæmt fréttatilkynningu.


Sama dag og verðlaunaafhendingin fer fram hefur menningarstofnun Carlo Scarpa skipulagt ráðstefnu þar sem aðallega verður fjallað um Ísland, jarðfræði, sögu, arkitektúr, skipulag og ekki síst um Vestfirði, Núpsskóla og Skrúð. Við verðlaunaafhendinguna verður einnig boðið upp á íslenska tónlist þar sem tónlistarmennirnir Hilmar Örn Hilmarsson og Steindór Andersen verða í aðalhlutverki. Þá verður við sama tækifæri gefið út fræðirit, aðallega tileinkað Skrúði.


Auk þess er búið að þýða dagbók stofnanda Skrúðs, séra Sigtryggs Guðlaugssonar, yfir á ítölsku. Einnig verður opnuð sýning með ýmsum myndum og munum er tengjast Skrúði og séra Sigtryggi og Hjaltlínu Guðjónsdóttur, konu hans. Á sýningunni verður einnig sýnd kvikmynd Gísla Gestssonar kvikmyndagerðarmanns um Skrúð, sem gerð var árið 2002 og sýnd var í sjónvarpi á sínum tíma, en texti myndarinnar hefur verið þýddur á ítölsku.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31