A A A
  • 68 - Valdimar Gestur Hafsteinsson
  • 1979 - Urður Skúladóttir
  • 1989 - Guðmundur Jónsson
07.06.2012 - 14:39 | JÓH

Skemmtilegir Dýrafjarðardagar framundan!

Það verður líf og fjör á Dýrafjarðardögum í ár. Myndin er tekin á hátíðinni 2010.
Það verður líf og fjör á Dýrafjarðardögum í ár. Myndin er tekin á hátíðinni 2010.
Nú er dagskrá Dýrafjarðardaga að taka á sig lokamynd og ljóst að margir góðir gestir munu koma fram á hátíðinni. Sem fyrr verður hátíðin haldin fyrstu helgina í júlí, eða dagana 29. júní - 1. júlí. Umgjörð hátíðarinnar verður með svipuðu sniði og fyrri ár og má þar nefna að viðburðir eins og kvöldvakan á Víkingasvæðinu, siglingar á víkingaskipinu Vésteini, hoppukastalar, kassabílarallý, harmonikuball og sundlaugardiskó verða á sínum stað. Þá hefur hljómsveitin Papar staðfest komu sína á hátíðina og ætla að halda uppi fjörinu í Félagsheimilinu á laugardagskvöldinu. Gói og Þröstur Leó munu sýna úr leikritinu Gói og baunagrasið, og hljómsveitin The Saints of Boogie street, sem er Leonard Cohen tribute band, verða með tónleika í kirkjunni.

Margar listýningar verða opnaðar á Dýrafjarðardögum og má þar nefna Mægðurnar fimm sem sýna list-og handverk, Einstaka sýningu á Gíslastöðum þar sem myndlist þriggja vestfirskra listamanna eru gerð skil, og sýning nokkurra listamanna í gamla sláturhúsinu á Þingeyrarodda. Þá verður Jói Frank með myndlistasýningu á Hótel Sandafelli en þar verður einnig boðið upp á kökuhlaðborð.

Það verður líka nóg um að vera á veitinga- og skemmtistöðum bæjarins og má þar nefna að uppistandarinn Ari Eldjárn mun skemmta á Veitingahorninu, sem og stórsöngvararnir Matti Matt og Eyþór Ingi. Hljómsveitin Megakukl spilar í Hallargarðinum og Hótel Sandafell framreiðir súpu á bryggjunni.

Allt ofantalið er ekki tæmandi listi yfir viðburði á Dýrafjarðardögum en dagskráin verður birt í heild sinni á Þingeyrarvefnum eftir nokkra daga. Áhugasamir geta einnig fylgst með Dýrafjarðardögum á Facebook.
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31