A A A
  • 1981 - Brynhildur Elín Kristjánsdóttir
  • 1995 - Alexander Almar Finnbogason
  • 1996 - Margrét Unnur Borgarsdóttir
27.07.2015 - 13:10 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,BIB

Skáldið á Þröm og dýrfirska kærastan

Krist­ín Dahlsted og Magnús Hjalta­son við Lauga­veg 23  Ljósm.:  mbl.is
Krist­ín Dahlsted og Magnús Hjalta­son við Lauga­veg 23 Ljósm.: mbl.is
« 1 af 4 »

Árið 1880 var það lög­boðið að rétt­indi stúlkna til náms væru jöfn við drengja þó að viðhorfið hafi verið líf­seigt að óþarfi væri að mennta stúlk­ur. Það verður því að telj­ast merki­legt að kona frá þess­um tíma hafi náð að brjót­ast til mennta í sinni grein og fylgja ástríðu sinni. Krist­ín Dahlstedt var fædd árið 1876 í Dýraf­irði, fór til Dan­merk­ur aðeins 23 ára göm­ul, kom svo sjö árum seinna til Íslands, opnaði hvert veit­inga­húsið á fæt­ur öðru í Reykja­vík. „Krist­ín var Jóns­dótt­ir upp­haf­lega og var fá­tæk stúlka úr Dýraf­irði. Ung trú­lofaðist hún manni sem varð til þess að hún komst inn í bók­mennta­sög­una. Það varð með þeim hætti að unnusti henn­ar var Magnús nokk­ur Hjalta­son en hann er fyr­ir­mynd­in að Ólafi Kára­syni í Heims­ljósi Hall­dórs Lax­ness.

 

Þar kem­ur við sögu heit­kon­an og þá er nú vænt­an­lega Krist­ín þessi fyr­ir­mynd­in að henni,“ seg­ir Guðjón Friðriks­son sagn­fræðing­ur.

Fór alls­laus til Dan­merk­ur og vann á veit­inga­stöðum

Guðjón kynnt­ist sögu Krist­ín­ar þegar hann skrifaði tvö bindi af Sögu Reykja­vík­ur sem komu út árið 1991 og 1994. „Það má segja að Krist­ín sé hluti af sögu Reykja­vík­ur þar sem hún rak hér lengi veit­ingastaði og áhugi minn á henni teng­ist áhuga mín­um á sögu borg­ar­inn­ar. Hún Krist­ín þessi braust til þess að sigla til Dan­merk­ur ung kona ásamt sex öðrum stelp­um. Fékk sér far með dönsk­um kútter árið 1899. Þetta var nátt­úr­lega al­gjör æv­in­týra­mennska, þær voru all­ar mál­laus­ar og pen­inga­laus­ar.“ Krist­ín kom að landi í Fredriks­havn á Jótlandi og naut stuðnings skip­stjór­ans sem skildi ekki við stelp­urn­ar sjö fyrr en þær voru all­ar komn­ar með vinnu. Krist­ín fékk vinnu á hót­eli og í sjö ár vann hún til skipt­is á hót­el­um og veit­inga­stöðum. „Hún var fyrst í Fredriks­havn en endaði svo í Kaup­manna­höfn. Hún var líka í vist á fín­um heim­il­um og reynd­ist hörkudug­leg og má segja að hún lærði þarna mat­ar­gerð og allt sem til­heyr­ir veit­inga­mennsku. Meðal ann­ars var henni falið að stýra kaffi­húsi heilt sum­ar á Fredriks­berg. Þetta er svona dæmi um hvernig kon­ur voru að brjót­ast til mennta ef svo má segja.“

Fjall­kon­an flakkaði um Lauga­veg­inn

Ef hugsað er til mat­ar­menn­ing­ar Íslend­inga á þess­um tíma spyrja ef­laust marg­ir sig; var hún nokk­ur? Salt­fisk­ur og kart­öfl­ur í hvert mál, súrt á þorr­an­um og hangi­kjöt á jól­un­um. Á ein­hverj­um tíma urðu um­skipti og átti æv­in­týra­sækið fólk líkt og Krist­ín stór­an þátt í breyt­ing­un­um. Eft­ir dvöl sína í Dan­mörku opnaði hún veit­inga­hús á Lauga­vegi 68. „Það hét Hót­el Fön­ix og það stóð nú ekki mjög lengi, kannski eitt ár. Þá sigldi hún aft­ur til Dan­merk­ur. Kom svo að nýju og þá opnaði hún Fjall­kon­una sem átti eft­ir að vera á mörg­um stöðum í Reykja­vík. Þetta var mjög þekkt­ur veit­ingastaður en hún þurfti að flytja hann oft og var svona í dá­litlu braski. Hún átti stund­um hús­in og seldi þau og keypti ný og missti þau stund­um. Það var nú svo­lít­ill drykkju­skap­ur á þess­um veit­inga­stöðum henn­ar og óróa­samt og það kom fyr­ir að þeim var lokað af lög­regl­unni.“ Fjall­kon­an flutt­ist á milli fjög­urra húsa við Lauga­veg­inn og eru þau flest­öll til enn í dag. „Á ein­um stað var hún við Skóla­vörðustíg og svo var hún uppi í Grjótaþorpi og svo endaði hún við Tryggvagötu og var þar al­veg til 1946. Hún kallaði þann stað Ægi og var nú hætt að nota Fjall­kon­una en þá var þetta orðinn ansi mik­ill sjó­arastaður.“

Lif­andi tónlist og sjálfspilandi pí­anó á veit­inga­stöðunum

Það má segja að Krist­ín hafi verið sann­kölluð nú­tíma­kona að mörgu leyti. Hún elti drauma sína, sótti vís­dóm í sína grein hand­an hafs­ins, varð frum­kvöðull í veit­inga­húsa­rekstri og átti börn með þrem­ur mönn­um. „Nafnið Dahlstedt fékk hún þegar hún gift­ist dönsk­um manni. Hún var frjáls­leg í allri sinni hegðun og var með nú­tíma­leg­ar hug­mynd­ir. Hún tók upp á alls kon­ar nýj­ung­um. Hún var með hljóm­sveit­ir sem spiluðu hjá henni og á ein­um staðnum var hún með sjálfspilandi pí­anó. 1910 var hún með grammó­fón sem maður setti pen­ing í hann og þá spilaði hann. Þetta var einskon­ar und­an­fari glymskratta. Hún fann upp ým­is­legt til að auka aðsókn­ina að þess­um veit­inga­hús­um sín­um. Svo tók hún upp á því á tíma­bili að aug­lýsa mat­seðil á hverj­um degi í dag­blaði. Þannig að menn gátu séð hvað var á boðstól­um hjá henni þann dag­inn. Það sem hún aug­lýsti mest og virðist hafa verið sér­grein henn­ar í mat­seld­inni var buff með spæl­eggi og lauk. Hún kom með alls kon­ar nýj­ung­ar inn í reyk­vískt líf sem hún hafði lært í Dan­mörku. Þetta er svona dæmi um það hvernig kon­ur voru að hasla sér völl á fleiri sviðum en áður og til­einka sér borg­ara­lega hætti. Þetta var mjög áhuga­verð kona og hún greini­lega sagði skoðanir sín­ar umbúðalaust og var ekk­ert að skafa utan af þeim. Þetta var bein­skeytt nú­tíma­kona sem er frek­ar ólíkt eldri kyn­slóðum kvenna á Íslandi,“ seg­ir Guðjón að lok­um.

Morgunblaðið 6. mars 2013.

Vestfirska forlagið á Þingeyri gaf út að nýju ævisögu Kristínar Dahlstedt eftir Hafliða Jónsson frá Patreksfirði árið 2012. Bókin kom fyrst út árið 1961.

 

Áhrifamikil lesning fyrir ; Dýrfirðinga, Vestfirðinga og landsmenn alla.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31