A A A
12.02.2017 - 18:07 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson

Sjónvarpspistill: - Stjarna er fćdd á Rúvinu á Íslandi!

Fanney Birna Jónsdóttir. Skjáskot RUV.
Fanney Birna Jónsdóttir. Skjáskot RUV.
« 1 af 2 »

Ef ég man rétt, sem ég man, eins og Góði dátinn Svejk sagði stundum, átti leikkonan Judy Garland stórleik í söngvamyndinni A star is born, Stjarna er fædd, árið 1954. Var það nokkurs konar frægt „comeback“ hjá henni og er önnur saga. 

    En hvað kemur þetta málinu við í dag? Jú, það liggur á borðinu hér og nú að stjarna er fædd hjá RÚV á okkar litla landi. Er það Fanney Birna Jónsdóttir sem greinilega er að slá í gegn í Silfrinu, áður kennt við Egil okkar. Þarna stjórnaði þessi unga kona þættinum í morgun eins og sá sem valdið hefur, köld og ákveðin. Þó án nokkurs hroka eða framhleypni.

Spurningar beinskeyttar og þannig orðaðar að viðmælandinn getur ekki hlaupið undan þeim út á víðan völl. Minnir að sumu leyti á Þóru okkar Arnórsdóttur, Vestfirðinginn með hjartað á réttum stað. Það er ánægjuefni þegar konur gera garðinn frægan. Mætti vera meira af slíku hjá okkur, þar sem við karlarnir einokum oft meira en góðu hófi gegnir. 

 

 

« Maí »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31