A A A
  • 2005 - Guðmundur Brynjar Björgvinsson
07.12.2010 - 10:31 | bb.is

Simbahöllin opin fram að jólum

Simbahöllin er staðsett í einu elsta húsi Þingeyrar
Simbahöllin er staðsett í einu elsta húsi Þingeyrar
Kaffihúsið Simbahöllin á Þingeyri verður opið alla aðventu sunnudaga í desember frá kl. 14-19. Boðið verður upp á jólaglögg, eplaskífur, belgískar vöfflur, kökur, kaffi, heitt súkkulaði og fleira. Að því er segir í tilkynningu verður einnig boðið upp á jólastemmningu og harmonikkutónlist. Simbahöllin var opnuð á síðasta ári eftir töluverðar endurbætur á húsinu, sem er eitt elsta hús Þingeyrar. Sigmundur Jónsson kaupmaður reisti það árið 1916 og rak þar lengi fjölbreytta verslun. Hafði húsið verið í niðurníðslu er nýir eigendur hófust handa við að breyta því í kaffihús og menningarmiðstöð þar sem tónleikar, myndlistasýningar og ljóðalestur fara fram.
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31