A A A
  • 1949 - Guðberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir
Dýrafjörður. Mynd: Davíð Davíðsson.
Dýrafjörður. Mynd: Davíð Davíðsson.
Siglingar olíuflutningaskipa um Vestfirði geta verið varhugaverðar, bæði þar sem þar eru að finna mikilsverð fiskimið sem og uppeldisslóðir fiskungviðs og jafnframt eru veður válind. Þetta segir Svend-Aage Malmberg haffræðingur í grein sem birt hefur verið á Þingeyrarvefnum. „Bent skal á að á undanförnum árum, a.m.k. tveimur áratugum, var háð barátta um að beina siglingaleiðum olíuflutninga við Suðvesturland út fyrir Eldey og djúpt fyrir Reykjanesskaganum. Það var mikið olíuslys við Lands End á Suður Englandi (Torry Canyon 1967) sem hrundi af stað viðleitni til að breyta siglingaleiðum olíuflutningaskipa þar suður frá. Við tókum til við að vinna að svipuðu máli varðandi olíuflutninga við Ísland. Þá var einkum horft til veðurhams og hrygningaslóða á Selvogsbanka og annars staðar á landgrunninu fyrir Suðvesturlandi. Málefnið var ekki átakalaust við hagsmunaaðila og fór í strand um hríð. Að lokum virðist málið hafa leysts á árinu 2007„, segir í greininni.

 

Svend-Aage segir Grænlandssund í þessum efnum vera engin undantekning hvað varðar fiskislóð og veðurham með jafnframt tilheyrandi ísingu. Að auki gætir svo hafíss, bæði rekís og borgarís, á slóðinni. „Og þótt heimsskautaísinn minnki þá mun Grænlandsjökull væntanlega enn eiga langa lífdaga og skila borgarísnum, oft stórfelldum, djúpristum og hörðum, til sjávar. Þaðan bera hafstraumar ísinn síðan suður um Grænlandssund og einnig að nokkru inn á norðurmið, verandi hin mesta vá skipaumferðar. Þannig virðast aðstæður í sjónum fyrir Vestfjörðum geta verið áhættusamar og ekki kjörnar fyrir mikla olíuflutninga til sjós frekar en á hrygningaslóðum fyrir Suðvesturlandi, hvað þá að beina þeim inn á firði. Olíuvinnslan virðist heldur ekki vera í takt við viðleitnina til að styðja við ásýnd landsins út á við í umhverfismálum á líðandi stundum. Svo má minna á almennt náttúrufar á landi fyrir vestan, þótt þessi áminning beinist eingöngu að sjónum", segir í greininni

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31