A A A
  • 68 - Valdimar Gestur Hafsteinsson
  • 1979 - Urður Skúladóttir
  • 1989 - Guðmundur Jónsson
25.07.2015 - 21:11 | BIB,bb.is

Setja á fót nótaþvottastöð á Þingeyri

Þingeyri við Dýrafjörð. Ljósm.: Jón Skúlason.
Þingeyri við Dýrafjörð. Ljósm.: Jón Skúlason.
Ísfell ehf. í Hafnarfirði og Fiskeldisþjónustuna ehf. hafa sótt um lóð fyrir þvotta- og þjónustustöð fyrir fiskeldispoka á Þingeyri. Fyrirtækin eru búin að fjárfesta í þvottavél frá Noregi sem getur þvegið 160m fiskeldispoka en það eru stærstu pokarnir sem eru í notkun hér við landi. Ísfell er öflugt fyrirtæki á sviði veiðarfæraþjónustu og sölu á útgerðarvörum og með starfstöðvar víða um land en Fiskeldisþjónustan er rekin af ísfirska kafaranum Kjartani Jakobi Haukssyni. 

„Ef leyfismálin ganga hratt og vel fyrir sig ásamt öðrum undirbúningi þá er stefnt að því að hefja starfsemi á Þingeyri í haust,“ segir Magnús Eyjólfsson, markaðsstjóri Ísfells. 

Þingeyri er valin þar sem þorpið er miðsvæðis og hentar til að þjónusta fiskeldi á suður- og norðursvæði Vestfjarða. 

Aðspurður hvort að starfsemin krefjist húsnæðis segir Magnús svo vera. „Þvottavélin sjálf getur staðið úti, þetta er í raun risatromla. En annað sem fylgir þessu, eins og yfirferð og viðgerðir á möskvum er betra að gera innivið. Hvað við gerum í húsnæðismálum á eftir að koma í ljós.“ 

Fiskeldisþjónustan hefur upp á síðkastið þrifið sjókvíar með búnaði sem þrífur þær án þess að þurfi að taka þær á land. Magnús segir að samkvæmt reglugerð verði að taka alla poka á land á 18 mánaða fresti til yfirferðar og vottana. 
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31