A A A
16.09.2010 - 21:47 | SŢ

Seeds Iceland í Dýrafirđi

Hópurinn frá Seeds Iceland
Hópurinn frá Seeds Iceland
Fræliðar Íslands (Seeds Iceland) luku tveggja vikna vinnutörn í Dýrafirði þann 1. september síðstliðinn. Aðal verkefni hópsins var að hreinsa trjágróður úr nýjum göngustígum í Botnsskógi en þar stendur til að fullgera á næsta ári hátt í 1 km. göngustíg um skóginn sem bætist þá við þá stíga sem fyrir eru. Hópurinn fór einnig í Toyota reitinn á Söndum og uppkvistaði stórvöxnustu furureitina þar ásamt lítilsháttar grisjun en stafafuran og grenið er víðafarið að ná 4-5 m. hæð þótt aðeins tvítugt sé. Hópurinn fór einn dag út í Garðshlíð og hreinsaði upp leifar gamallrar gaddavísrgirðigngar frá grenireitum. Síðasta daginn unnu fræliðarnir við að gróðursetja trjáplöntur í svokallað trjásafn (arboretum) innan við Skrúð.

Sighvatur Þórarinsson skógfræðingur á Höfða stjórnaði með miklum sóma verki í Botni og Söndum en Sæmundur Þorvaldsson formaður Skógræktarfélags Dýrafjarðar sá um önnur verk.

Hópurinn biður fyrir kæra kveðju til Dýrfirðinga og þakkar sérstaklega ánægjulega dvöl í fallegu umhverfi. Í hópnum voru 9 manns, einn Lithái, tveir Frakkar, einn Þjóðverji, tveir Belgar, tveir Írar og einn Rúmeni.

Skógræktarfélag Dýrafjarðar kann þessu fólki hinar bestu þakkir fyrir vel unnin störf og góða viðkynningu, auk þess eru eftirfarandi heimamönnunm færðar bestu þakkir fyrir veitta aðstoð:
Sighvatur Jón Þórarinsson og fjölsk. fyrir verkstjórn og húsaskjól fyrir hópinn
Líni Hannes Sigurðsson fyrir að lána farartæki
Áhöfn Vésteins vs. fyrir frábæra siglingu um Dýrafjörð
Brynjar Gunnarsson fyrir soðningu

Sæmundur Kr. Þorvaldsson
« Júlí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31