A A A
  • 1975 - Jón Hrafnkell Árnason
22.08.2016 - 07:54 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson

Samgöngur á Vestfjörđum: - Afrek Lýđs Jónssonar og samstarfsmanna hans voru međ ólíkindum

Lýđur Jónsson (1897-1982)
Lýđur Jónsson (1897-1982)
« 1 af 4 »

Lýsingar Guðmundar G. Hagalín hér að framan á Vestfjörðum og vestfirskum samgöngum á sjó og landi í gegnum tíðina eru sannarlega íhugunarefni. Í samgöngum á landi hefur orðið algjör bylting eftir seinna stríð. Samgöngur á sjó eru aftur annar handleggur eins og góði dátinn Svejk sagði stundum.

   Lagning vestfirskra vega eftir seinna stríð var ekkert annað en kraftaverk. Þeir vegir eru stofninn að vestfirska vegakerfinu eins og við þekkjum það í dag. Hvorki meira né minna. Fáir bæir voru svo afskekktir að ekki væri reynt að koma þangað akfærum vegi. Er sú saga öll með ólíkindum.  

   Lýður Jónsson (1897-1982) vegaverkstjóri var í fararbroddi þeirra sem teljast brautryðjendur í  vestfirskri vegagerð. Frá árinu 1930 vann Lýður að mestu leyti við uppbyggingu á vestfirska vegakerfinu. Árið 1947 varð hann svo yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Vestfjörðum, með aðsetur á Þingeyri. Gegndi hann því starfi til 1966, er hann lét af störfum og flutti til Reykjavíkur.

Afrekum Lýðs og þeirra sem með honum unnu hér fyrir vestan hefur ekki verið mikið haldið á lofti. En Vestfirðingar eiga þessum mönnum mikið að þakka.  

« Júlí »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31