A A A
  • 68 - Valdimar Gestur Hafsteinsson
  • 1979 - Urður Skúladóttir
  • 1989 - Guðmundur Jónsson
13.07.2016 - 06:48 | Vestfirska forlagið,skutull.is

Samfylkingin heldur kjördæmisþing til að ákveða prófkjör

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir er alþingismaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir er alþingismaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi boðar til kjördæmisþings fimmtudaginn 14. júlí, til að ákveða aðferð við val á framboðslista. Fundað verður á þremur stöðum, í Menntaskólanum í Borgarbyggð, Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði og Samstöðusalnum á Blönduósi í gegnum tölvu til að gera fólki kleift að sækja þingið í sínu nærumhverfi. Stjórn kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi hefur samþykkt að leggja tillögu um lokað flokksval fyrir fundinn. Stjórn kjördæmisráðs hvetur alla félagsmenn til að mæta á fundinn á sínu svæði og taka þátt í undirbúningi og umræðum vegna komandi alþingiskosninga.

Tillaga stjórnar kjördæmisráðs Samfylkingarinnar:

,,Að valið verði á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi vegna alþingiskosninganna haustið 2016 með lokuðu flokksvali í samræmi við grein 3.1 í skuldbindandi reglum Samfylkingarinnar um aðferðir við val á framboðslista sem samþykktar voru á flokksstjórnarfundi 25. ágúst 2012.


Kosning í 4 efstu sæti listans verði bindandi og jafnræði kynja verði gætt með paralista samkvæmt grein 5.5 í fyrrnefndum reglum. Atkvæðagreiðslan fer fram með rafrænni kosningu samkvæmt grein 7.1 í fyrrnefndum reglum.''

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31