A A A
  • 1975 - Jón Hrafnkell Įrnason
25.07.2017 - 19:12 | Vestfirska forlagiš,Hallgrķmur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Saga dagsins: - Meistaraleg hlišopnun

Sturla Jónsson hįtt uppi į Botnsheiši og viršir fyrir sér fjöršinn sinn, Sśgandafjörš.
Sturla Jónsson hįtt uppi į Botnsheiši og viršir fyrir sér fjöršinn sinn, Sśgandafjörš.
« 1 af 4 »

Sturla Jónsson, hreppstjóri á Suðureyri, var lengi í Hrafnseyrarnefnd. Ógleymanlegur maður.
Hann átti Land-Rover jeppa sem hann kallaði fjallatrukkinn sinn. Sturla var svo forsjáll að hann ók aldrei fram hjá bensíntank án þess að fylla á og voru þeir þó víða á þeim árum. Hann brúkaði ekki vín eða tóbak og aldrei blótaði hann.

Nú var það eitt sinn, að boðað var til fundar á Hrafnseyri og kom Sturla akandi á fjallatrukknum sínum og með honum Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli, sem einnig sat mörg ár í Hrafnseyrarnefnd.

Um morguninn fundardaginn, stóðu þeir í sakleysi sínu úti á hlaði, Hannibal Valdimarsson og Ágúst Böðvarsson sem báðir áttu sæti lengi í Hrafnseyrarnefnd, ásamt staðarhaldara, Hallgrími Sveinssyni, og voru að taka sólarhæðina.

Sjá þeir þá allt í einu hvar blár bíll kemur þjótandi upp heimreiðina. Þetta var áður en rörahliðið var sett upp við innkeyrsluna þar á staðnum, en hefðbundið vængjahlið var lokað. Skipti það engum togum að sú hin bláa bifreið ók í gegnum hliðið og sviptust hliðgrindurnar upp sem ekkert væri og flaggstengur tvær sem þjónuðu sem hliðstaurar léku á reiðiskjálfi.

Ók fjallatrukkurinn, því þetta var auðvitað hann, sem leið lá heim á hlað og út stigu þeir Sturla og Halldór og heilsuðu innvirðulega. Áðurnefndir áhorfendur að atburði þessum stóðu sem steini lostnir og fóru að aðgæta hvort ekkert sæist á þeim bláa. Var það eiðsvarið að svo var ekki og þeir kumpánar, Sturla fjallabílstjóri og Halldór á Kirkjubóli sögðust einskis hafa orðið varir!

Ekki skemmdust hlið
grindurnar að heldur. Mun þetta vera meistaralegasta hliðopnun sem um getur í Arnarfirði og verður lengi í minnum höfð.
« Jślķ »
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31