A A A
  • 1932 - Kristín Kristjánsdóttir
  • 2004 - Óttar Pétursson
  • 2006 - Carmen Kristín Vignisdóttir
29.03.2017 - 07:25 | Vestfirska forlagið,Hollvinir Núpsskóla,Björn Ingi Bjarnason

Saga Núpsskóla

Núpur í Dýrafirði. Ljósm.: BIB
Núpur í Dýrafirði. Ljósm.: BIB
« 1 af 2 »

Núpsskóli í Dýrafirði var einn fyrstu alþýðu- og ungmennaskóla landsins. Slíkir skólar risu í framfarahug aldamóta tuttugustu aldar. Rætur þeirra voru í hugsjónum danskra lýðháskóla sem lagaðir voru að íslenskum veruleika í mynd héraðsskóla þegar leið á öldina.

Saga Núpsskóla er í senn almenn skólasaga þjóðarinnar og saga afskekktra sveita á Vestfjörðum sem drógu með tímanum til sín hundruð íslenskra ungmenna í samfélag vinnu og gleði á eftirminnilegum morgni ævi sinnar.

Hollvinir Núpsskóla segja þessa sögu og lýsa bakgrunni hennar í myndum, nemendatali- og kennara , sögu bygginga, viðhorfum og hugsunarhætti frumkvöðla og skólastjóra frá sr. Sigtryggi til Bjarna Pálssonar. Það segir frá stjórnunarháttum, félagslífi og samsetningu nemendahópsins frá Steini Steinarri, Kristjáni Davíðssyni, Jóni úr Vör allar götur til Birgittu Jónsdóttur og Jóns Gnarr.

Þetta er allmikil bók sem gömlum nemendum, starfsmönnum og velunnurum gefst tækifæri til að kaupa í forsölu og skrá nafn sitt á heillaóskaskrá 110 ára afmælis skólans sem fagnað er með þessari útgáfu bókarinnar á Núpi um Jónsmessubil sumarið 2017.

Verð í forsölu og til hátíðargesta er 9.000 kr. en til annarra 14.000 kr.

Þeir aðilar sem óska eftir að kaupa bókina í forsölu fyrir 9.000 kr. eru beðnir um að skrá sig á heimasíðu skólans  

www.nupsskoli.is.

Við munum senda þeim bókina eftir útgáfudag með greiðsluseðli.

Ágóði af sölu bókarinnar, verði hann einhver, verði notaður til að ná fram markmiðum félagsins.

Bestu kveðjur, Hollvinir Núpsskóla

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31