A A A
  • 1911 - fæddist Matthías Guðmundsson
10.11.2011 - 20:07 | bb.is

Saga Höfrungs er löng og merkileg

Sigmundur Þórðarson. Mynd: bb.is
Sigmundur Þórðarson. Mynd: bb.is
Leikritið Höfrungur á sviði var frumsýnt fyrir fullu húsi í Félagsheimilinu á Þingeyri á föstudagskvöld. „Leikritið fjallar um upphafssögu Höfrungs, hefst árið 1888 og nær fram til 1930. Strax á þessum tíma voru menn með fimleikaæfingar hérna og að reyna sig við einhverja slá við mjög fábrotnar aðstæður," segir Sigmundur Þórðarsonar, formaður íþróttafélagsins Höfrungs á Þingeyri í viðtali í Bæjarins besta í dag.

Þetta er í þriðja sinn á jafnmörgum árum sem leikdeild Höfrungs setur leikrit á sviði. „Á árum áður setti íþróttafélagið Höfrungur alltaf upp leikrit og við höfum verið að endurvekja þá starfsemi. Þetta er þriðja árið í röð sem Elfar Logi Hannesson semur fyrir okkur leikrit. Sú hugmynd að vinna með sögu félagsins er frá honum komin. Höfrungur var formlega stofnaður 20. desember árið 1904 og er sennilega þriðja elsta íþróttafélag landsins. Ungmennafélag Íslands var ekki stofnað fyrr en 1907. Þannig að saga Höfrungs er löng og merkileg og stofnendur þess birtast í leikritinu."

 

Aðspurður hvaða önnur starfsemi er í gangi núna á vegum hins rúmlega hundrað ára gamla íþróttafélags segir Sigmundur: „Það varð alger bylting á starfsemi Höfrungs þegar við fengum loks íþróttahúsið og nú er mjög öflug dagskrá í gangi. Við tengjum starfið grunnskólanum og fáum íþróttakennarann þar til að bjóða upp á ýmiskonar þjálfun á okkar vegum. Blak hefur verið mjög vinsælt hér en eins eru fótbolta- og badmintonæfingar, núna erum við að byrja með ungbarnasund. Við höfum líka boðið upp á sunderóbikk sem hefur verið vinsælt."

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30