A A A
  • 1930 - fćddist Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi Forseti Íslands
23.08.2015 - 06:14 | Hallgrímur Sveinsson

Sá nćst besti

Ásgeir Ásgeirsson.
Ásgeir Ásgeirsson.

Nokkrar léttar sagnir af Ásgeiri forseta 3.

Þegar Ásgeir Ásgeirsson síðar forseti, varð forsætisráðherra 1932, vann faðir hans í Áfengisverslun ríkisins. Þegar Ásgeir gamli kom til vinnu morguninn sem fréttin barst út um bæinn, var einhver galsi í vinnufélögum hans og einn þeirra sagði við hann:

  -Jæja, nú er sonur þinn orðinn forsætisráðherra.

  -Já, svaraði Ásgeir. Nú eru erfiðir tímar og verður að velja til forustu þá hæfustu menn sem völ er á.

   Maðurinn svaraði:

 -Þú hefðir nú alveg eins getað tekist þetta á hendur.

 - Ásgeir var snöggur að svara:

 -Já, að vísu, en þegar ekki fæst það besta verður að taka það næst besta!

 

Hallgrímur Sveinsson

« Apríl »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30