A A A
  • 1966 - Steinar Ríkarður Jónasson
27.01.2017 - 16:56 | Vestfirska forlagið,Komedia,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

SÝNIR GRETTI Á HJALTLANDSEYJUM

Elfar Logi sem Grettir.
Elfar Logi sem Grettir.
« 1 af 2 »

Kappinn Grettir í meðförum Elfars Loga Hannessonar leggst nú í víking að nýju, er einleikurinn verður sýndur á Hjaltlandseyjum á helginni. Þar á bæ fer fram um helgina málþing sem kallast Follow the Vikings. Það er Evrópuverkefni þar sem aðilar víðsvegar úr álfunni, sem eiga það sameiginlegt að vinna á einn eða annan hátt með víkingaarfinn, koma saman til að kynna sig og kynnast öðrum.

„Þegar svona spennandi boð eins og það að fá að fara til Hjaltlandseyja með list sina þá segir maður náttlega ekki nei – svo við leggjum bara í hann og hlökkum mikið til.“ Segir Elfar Logi, en með honum í för verður eiginkona hans Marsibil Kristjánsdóttir og verða þau bæði einnig með erindi á málþinginu. Elfar logi verður með erindi fyrir hönd Kómedíuleikhússins, þar sem hann segir frá því hvernig nýta má Íslendingasögurnar við listsköpun og þá einkum hvernig breyta má þeim í leikrit. Marsbil mun kynna Gíslasögu-verkefni þeirra hjóna er þau eru að vinna að í gamla félagsheimilinu í Haukadal, en fyrsti áfangi þess opnar í sumar.

Von er á um 50 manns á málþingið, þar á meðal eru nokkrir íslenskir ferðaþjónar. Elfar Logi segist spenntur fyrir ferðinni og þá sér í lagi því tengslaneti sem þátttaka í málþingi sem þessu kann að veita: „Það mikilvægasta er þetta mingl á milli manna svo úr verður samstarf millum víkinga og landa, við vonumst til að geta bæði stolið hugmyndum fyrir okkar verkefni sem og myndað góð tengsl við aðra, fara jafnvel í samstarf, allt getur gerst á eyjum eins og við vitum, og hvað þá þegar víkingar koma saman.“

Hér má lesa meira um Follow the Vikings.


« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31