A A A
  • 1981 - Brynhildur Elín Kristjánsdóttir
  • 1995 - Alexander Almar Finnbogason
  • 1996 - Margrét Unnur Borgarsdóttir
23.07.2017 - 16:57 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

SPAUGSAMIR Í ÖNUNDARFIRÐI

Bréfið sem Emil Hjartarson skrifaði Austurbakka hf.
Bréfið sem Emil Hjartarson skrifaði Austurbakka hf.
« 1 af 3 »

Kristján Einarsson Lionsmaðurinn á Flateyri hefur undanfarið grúskað í gömlum skjölum Lionsfélags Önundarfjarðar og þar kemur ýmisleg spaugilegt í ljós. Til dæmis bréf sem Emil Hjartarson skrifar Austurbakka hf og er ætlað sannfæra „tollheimtumenn í fjármálaráðuneytinu um að Lionsmenn eru ekki að kaupa apparatið til að leika sér með á fundum þegar lítið er að gera“. Tilefnið er að Lionsfélagið hafði fjárfest í hjartarafrita handa heilsugæslustöðinni á Flateyri.

Í bréfinu segir ennfremur „bréfið vélrituðum við „sveitó“ (þ.e. sveitarstjórinn) á splunkunýja ritvél sveitarstjóraembættisins, sem við kunnum hvorugir á.“

Það er líka fullyrt að héraðslæknirinn hafi í votta viðurvist og með fullri rænu og viti og ótilneyddur líst því yfir að hann muni nota tæki til rannsókna á sjúklingum. Í þokkabót hafi valinkunnir menn lýst því yfir við bréfritara og „sveitó“ að þeir muni leyfa læknisfræðilega athuganir á þeim, líka knattspyrnumenn og hundaeigendur !

Þess má geta að umræddur „sveitó“ mun vera þáverandi sveitarstjóri Flateyrarhrepps Kristján Jóhannesson en hann lést 3. október 2006. Emil Hjartarson var skólastjóri á Flateyri.


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31