02.06.2015 - 06:38 | skutull.is,BIB
Rúmlega 47 þúsund manns skora á forsetann að vísa makrílnum til þjóðarinnar
Aðstandendur áskorunarinnar segja að þátttaka sýni fram á hina gríðarlegu undirliggjandi óánægju í samfélaginu um skipan sjávarútvegsmála og að auðlind í almannaeigu, fiskveiðiheimildunum, skuli úthlutað með þeim hætti sem nú sé gert. „Slíkt ætti að verða ríkisstjórninni hvatning til að leita raunverulegra sátta við þjóðina um hvernig standa eigi að úthlutun fiskveiðiheimilda í framtíðinni.“ Undirskriftasöfnunin hófst hinn 1. maí. Að henni standa Agnar K. Þorsteinsson, Bolli Héðinsson, Guðrún Pétursdóttir, Henný Hinz, Jón Sigurðsson, Jón Steinsson og Þorkell Helgason.
af www.skutull.is