A A A
07.01.2009 - 02:05 | bb.is

Rætt um nýtingu Þingeyrarflugvallar

Flugstöðin á Þingeyrarflugvelli.
Flugstöðin á Þingeyrarflugvelli.
„Það kom fram hjá báðum aðilum að þeir væru að skoða allar leiðir til að nýta flugvöllinn betur en um leið kom fram að það væru mjög mörg tilvik þar sem hann nýtist ekki sem varaflugvöllur fyrir Ísafjörð og mörg þeirra hefðu verið fyrirséð alla tíð," segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, en hann átti fund með fulltrúum Flugfélags Íslands og Flugstoða ásamt formanni bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, en efni fundarins var nýting Þingeyrarflugvallar og hvort væri hægt að auka frekar nýtingu hans sem varaflugvallar fyrir Ísafjarðarflugvöll. „Það var vitað þegar ákveðið var að leggja slitlag á völlinn að í mörgum tilvikum yrði ófært á hann þegar ófært er til Ísafjarðarflugvallar," segir Halldór. Halldór segir fundinn hafa fyrst og fremst verið til að ræða málin en menn voru sammála um að reyna alla möguleika á betri nýtingu.

„Það er auðvitað einn möguleiki. Ef nætursjóflugið verður leyft þá ætti einhver möguleiki að opnast þar. Ég veit ekki hvernig Flugfélagið gæti nýtt sér það en manni finnst að það lægi oft á kvöldin," segir Halldór. Hann segist hafa heyrt þá skoðun að Flugfélagið sé sagt ekki nýta Þingeyrarflugvöll þegar fært er á hann en ekki Ísafjarðarflugvöll. „Að hálfu Flugfélagsins þá kom fram að þeir telja sig nýta völlinn eins og mögulegt og er og það sé alltaf hagur Flugfélagsins að það falli ekki niður flug eða því seinki," segir Halldór.

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30