A A A
Eins og kunnugt er hefur veriš samžykkt ķ rķkisstjórn flżta jaršgöngum Jóns Siguršssonar milli Dżrafjaršar og Arnarfjaršar og eiga framkvęmdir aš hefjast įriš 2010.
Eins og kunnugt er hefur veriš samžykkt ķ rķkisstjórn flżta jaršgöngum Jóns Siguršssonar milli Dżrafjaršar og Arnarfjaršar og eiga framkvęmdir aš hefjast įriš 2010.
Samfylkingin í Ísafjarðarbæ hefur sent frá sér ályktun um Dýrafjarðargöng í kjölfar umfjöllunar um að samgönguráðherra hafi verið beittur þrýstingi til að fresta framkvæmdum við Dýrafjarðargöng og fara í stað þess í jarðgangnagerð milli Ísafjarðar og Súðavíkur. Eins og fram hefur komið í fréttum var Kristján Möller samgönguráðherra á ferð um Vestfirði fyrir skömmu og sagðí í viðtali við svæðisútvarp Vestfjaðra að hann hefði fengið ábendingar frá sveitarstjórnarmönnum og fleiri aðilum um að Kirkjubólshlíð milli Súðavíkur og Ísafjarðar væri orðin það hættuleg vegna snjóflóða að ekki væri hægt að bíða með jarðgangnagerð á því svæði. Eins og kunnugt er hefur verið samþykkt í ríkisstjórn flýta jarðgangnagerð milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar og eiga framkvæmdir að hefjast árið 2010. Göng milli Ísafjarðar og Súðavíkur eru því ekki næst í framkvæmdröðinni.

Ályktunin hljóðar svo:
Í ljósi fjölmiðlaumræðu undanfarna daga um samgöngumál á Vestfjörðum vill stjórn Samfylkingarinnar í Ísafjarðarbæ árétta mikilvægi þess að ekki verði kvikað frá áætlun um Dýrafjarðargöng enda er samstaða um þá framkvæmd meðal sveitarstjórnarfólks á svæðinu og innan Fjórðungssambands Vestfirðinga. Stjórnin hvetur ráherra samgöngumála til að láta úrtöluraddir örfárra aðila ekki hafa áhrif á framkvæmdaröð jarðgangna á svæðinu sem þegar hefur verið samþykkt í vegaáætlun.

« Desember »
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31