A A A
  • 1961 - Jón Skúlason
  • 1982 - Gunnar Ţórisson
  • 1992 - Haukur Jón Friđbertsson
Eiginkona Guđmundar Inga Kristjánssonar var Ţuríđur Gísladóttir frá Mýrum í Dýrafirđi og hann ţví tengdasonur Dýrafjarđar. Hér eru ţau á Önfirđingasamkomu í Ráđhúsinu í Reykjavík áriđ 1996 sem tengdist hvalveiđum Norđmanna frá Íslandi á árunum 1883 - 1915.
Eiginkona Guđmundar Inga Kristjánssonar var Ţuríđur Gísladóttir frá Mýrum í Dýrafirđi og hann ţví tengdasonur Dýrafjarđar. Hér eru ţau á Önfirđingasamkomu í Ráđhúsinu í Reykjavík áriđ 1996 sem tengdist hvalveiđum Norđmanna frá Íslandi á árunum 1883 - 1915.
« 1 af 2 »

Guðmund Inga Kristjánsson sá ég (H.S.) fyrst á sýslufundi á Suðureyri árið 1971. Þá virkaði hann á mig, ungan manninn og blautan bak við eyrun, sem eitthvað skrýtinn. Sú mynd var fljót að breytast. Það var eins og allt væri í persónu hans sem máli skiptir. Hann var slíkur öðlingur og ljúfmenni að fáir gerðust slíkir. Hann var fremstur meðal jafningja. Það kom einhvern veginn af sjálfu sér. Þurfti ekki að ræða. Lítillátur og kurteis. Sýndi aldrei neinum manni hroka. Og því síður auðmýkt. Kunni að vera með hverjum sem var. Félagsmálamaður. Skáld sveitarinnar. Líka þeirra sem á mölinni búa. Því öll erum við meiri og minni sveitamenn inn við beinið. En var skáldbóndinn gallalaus maður? Vonandi ekki.

    Þegar Mjólkárvirkjun 2 var tekin í gagnið, hélt Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra, mikið gilli í Flókalundi. Þar urðu flestir vel hífaðir. Bara þrír ófullir að sögn! Meðal þeirra Guðmundur Ingi og mágur hans, Valdimar á Mýrum. Samt skemmtu þeir sér manna best. Guðmundur Ingi hélt uppi húmornum með kveðskap sínum og skemmtilegum ræðum á ótal mannfundum. Hann þurfti ekki á víni að halda til slíkra hluta.

    Minnisverðar eru tvær heimsóknir okkar Elísar Kjaran til Inga, eins og hann var kallaður af heimafólki. Aldrað skáldið í fullu fjöri úti í garði. Að fá svo að sitja dagstund í borðstofunni á Kirkjubóli með þeim hjónum Þuríði frá Mýrum í Dýrafirði og Inga ásamt Jóhönnu, systur hans, var eftirminnilegt. Finna bæjarbraginn, menninguna, sem lá i loftinu. Farið yfir sviðið og gert að gamni sínu, ekki síst hent gaman að sjálfum sér. Náunginn ekki dæmdur. Slíkt tíðkaðist ekki á þeim bæ. Vestfirsk gestrisni. Allt gott sem til var í kotinu borið fram fyrir gestina. Heimabakað.

    Seinni heimsókn okkar Ella til skáldsins var til Flateyrar. Þá sat hann í aldurdómi sínum á Öldrunarstofnuninni Sólborgu. Hylkið orðið lélegt en andinn í fullu fjöri. Sól í sinni sem jafnan áður og ennþá blik í augum. Ekkert var skáldbóndanum óviðkomandi: Landsmálin, skáldskapurinn, persónusagan og dægurmálin. Að ógleymdum húmornum. Hann var aldrei langt undan hjá þeim félögum, skáldinu og hinum góða hagyrðing Ella Kjaran.

    Matthías Johannessen hefur sagt, að menntaðasta fólk sem hann kynntist hafi verið þetta alþýðufólk, sem bjó að meiri reynslu en venjulegur háskóli. Og var meiri næring fyrir sálina en nokkur nútímaþekking. En þetta fólk hafði yfirleitt ekki lært neitt nema að lifa með náttúrunni, að lifa með umhverfi sínu, eins og það væri partur af því, en ekki drottnari þess. Matthías vildi fá þetta fólk inn í sína veröld og sagðist hafa grætt mest á því sjálfur. Hvort mundi nú ekki Guðmundur Ingi á Kirkjubóli hafa verið í þessum flokki manna?« Janúar »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31