A A A
25.11.2017 - 23:17 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Páll Jóhann Pálsson, útgerðarm. og fyrrv. alþm. í Grindavík 60 ára - Sjómennskan og búskapurinn toguðust á

Páll Jóhann Pálsson, útgerðarm. og fyrrv. alþm. í Grindavík – 60 ára
Páll Jóhann Pálsson, útgerðarm. og fyrrv. alþm. í Grindavík – 60 ára
« 1 af 2 »
Dýrfirðingurinn Páll Jó­hann Páls­son fædd­ist í Kefla­vík 25. nóvember 1957 og ólst þar upp til átta ára ald­urs. Þá flutti fjöl­skyld­an til Grinda­vík­ur þar sem þau hafa flest átt heima síðan. Hann var í Barna­skól­an­um í Kefla­vík, lauk miðskóla­prófi á Reykj­um í Hrútaf­irði og gagn­fræðaprófi á Skóg­um und­ir Eyja­fjöll­um. Þá var hann of ung­ur til að fara í Stýri­manna­skól­ann og skráði sig því í Vél­skól­ann: „Ég ætlaði að taka eitt ár þar áður en ég færi í stýri­mann­inn en lenti í svo skemti­leg­um bekk að ég lauk vél­fræðiprófi 1978, tók síðar hraðdeild Stýri­manna­skól­ans og út­skrifaðist með fiski­mann­inn 1983.“

Bónd­inn og sjó­maður­inn hafa alltaf tog­ast á í sál­ar­lífi Páls: „Tólf ára heimtaði ég að fá að fara í sveit og út­vegaði mér sjálf­ur sveita­bæ með hjálp Hún­vetn­inga sem voru á vertíð hjá pabba. Ég var svo tvö sum­ur í Meðal­heimi í Húna­vatns­sýslu hjá Guðnýju og Óskari. Loks fékk ég svo að fara á sjó upp á hálf­an hlut hjá þeim dýrfirsku bræðrum Kris­mundi og Ólafi Finn­boga­son­um en Krist­mund­ur var maður Dísu, syst­ur pabba.

Páll fékk svo pláss í vél­inni á loðnu­skip­inu Grind­vík­ingi og vann í Vélsmiðju Jóns og Kristinns 1982. Hann byrjaði skip­stjóra­fer­il­inn á Fjölni GK 17 en var svo lengst af með Sig­hvat GK 57: „Eft­ir að hafa landað rækju viku­lega heilt sum­ar á Sauðár­króki þar sem siglt var inn bú­sæld­ar­leg­an Skaga­fjörðinn í morg­un­roðanum vaknaði upp í mér bónd­inn. Við hjón­in keypt­um jörðina Hall­dórsstaði og flutt­um þangað vorið 1987. Ég var bátsmaður á tog­ar­an­um Skafta SK og hjálpaði frúnni við bú­störf­un í land­leg­um. Þetta var drauma­líf. En það stóð aldrei til að fara út í mik­inn bú­skap. Fyrr en varði voru kind­urn­ar orðnar yfir hundrað, nokk­ur naut og hross­in of mörg, en lít­ill tími til út­reiða.“

Nú togaði út­gerðin og fjöl­skyldu­fyr­ir­tækið í Pál og 1990 réð hann sig aft­ur skip­stjóra á Sig­hvat GK en þá hafði verið sett í hann beitn­ing­ar­vél. Kon­an og börn­in voru áfram fyr­ir norðan og Páll flaug á milli og tók sér góð frí. Árið 1994 fór hann svo í land og gerðist út­gerðar­stjóri hjá Vísi hf. og fjöl­skyld­an flutti aft­ur suður til Grinda­vík­ur.

Páll hætti hjá Vísi árið 2000 og varð vél­stjóri á upp­sjáv­ar­skip­inu Þor­steini EA sem var þá við síld­veiðar í Smugunni. Árið 2002 stofnuðu Páll og eig­in­kona hans fyr­ir­tækið Mar­ver ehf., létu smíða smá­bát­inn Daðey GK 777 sem var svo sjó­sett vorið 2003: „Í Daðey var full­kom­in beitn­ing­ar­vél eins og í stóru bát­un­um en fæst­ir höfðu trú á að full­vinna lín­una um borð í litl­um báti og marg­ir hlógu að okk­ur fyr­ir uppá­tækið. Þeir sem hlógu hæst urðu svo fyrst­ir til að koma á eft­ir þegar í ljós kom að þetta svín­virkaði.“

Páll var mikið um borð fyrstu árin en hef­ur dregið úr því, enda með góða menn um borð, þá Júlí­us M. Sig­urðsson og Ólaf Sig­urðsson.

Páll sat í stjórn Hesta­manna­fé­lags­ins Mána 1982-83, í stjórn Reykja­ness, fé­lags smá­báta á Reykja­nesi, 2002-2010, var formaður stjórn­ar Lands­sam­bands línu­báta 2010-2013, sit­ur í bæj­ar­stjórn Grinda­vík­ur­bæj­ar frá 2010, í stjórn Salt­fisk­set­urs Íslands og í stjórn Suðurlinda ehf. frá 2010, er formaður hafn­ar­stjórn­ar Grinda­vík­ur­hafn­ar frá 2011, var alþing­ismaður Suður­kjör­dæm­is 2013-2016 fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn og sat í at­vinnu­vega­nefnd 2013-2016, vel­ferðar­nefnd 2013-2015 og í fjár­laga­nefnd 2015-2016.

Árið 2002 keypti fjöl­skyld­an drauma­húsið, Staf­holt í Þór­kötlustaðahverfi: „Það var að vísu nán­ast ónýtt en staðsetn­ing­in frá­bær og við byggðum það nán­ast upp frá grunni. Þarna erum við kom­in í sveit­ina aft­ur þó að stutt sé niður á höfn.“

 

Fjöl­skylda

Eig­in­kona Páls er Guðmunda Kristjáns­dótt­ir, f. 21.11. 1952, út­gerðar­stjóri. For­eldr­ar henn­ar: Kristján Karl Pét­urs­son og Ágústa Sig­urðardótt­ir en þau eru lát­in.

 

Syn­ir Páls og Guðmundu eru Páll Hreinn, f. 20.10. 1983, þjón­ust­u­stjóri skipa hjá Vísi hf. en kona hans er Svala Jóns­dótt­ir inn­an­húss­arki­tekt, og Eggert Daði, f. 5.11. 1985, yf­ir­vél­stjóri frysti­húss hjá Vísi hf en kona hans er Theó­dóra Stein­unn Kára­dótt­ir flug­freyja.

Son­ur Páls Jó­hanns og Evu Sum­arliðadótt­ur er Lár­us Páll, f. 30.4. 1977, fram­kvæmd­ar­stjóri UMF Sindra á Hornafirði en kona hans er Jón­ína Krist­ín Ágústs­dótt­ir heim­il­is­fræðikenn­ari.

Stjúp­börn Páls eru Ágústa G. Massaro f. 7.5. 1972, aðstoðarmaður tann­lækn­is en maður henn­ar er Her­mann Úlfars­son, verk­stjóri hjá Íslensku sjáv­ar­fangi, og Val­geir, f. 2.12. 1980, sjó­maður.

Barna­börn­in eru nú tólf tals­ins.

Systkini Páls:
1) Mar­grét, f. 6.11. 1955, sjálf­stætt starf­andi mál­fræðing­ur og stunda­kenn­ari við HÍ;
2) Pét­ur Haf­steinn, f. 6.7. 1959, fram­kvæmda­stjóri Vís­is í Grinda­vík;
3) Krist­ín Elísa­bet, f. 25.2. 1961, leik­skóla­kenn­ari í Grinda­vík;
4) Svan­hvít Daðey, f. 6.12. 1964, sjúkra­liði í Grinda­vík;
5) Sól­ný Ingi­björg, f. 29.6. 1970, ljós­mynd­ari í Grinda­vík.

For­eldr­ar Páls:

Dýrfirðingurinn Páll Hreinn Páls­son, f. 3.6. 1932, d. 16.2. 2015, skip­stjóri, út­gerðarmaður og fisk­verk­andi í Grinda­vík, og Mar­grét Sig­hvats­dótt­ir, f. 23.5. 1930, d. 3.2. 2012, hús­freyja og tón­list­armaður.

Páll er að heim­an í dag.

Morgunblaðið.

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30