A A A
23.02.2015 - 17:33 | Vestfirska forlagi­

Orkub˙sfundurinn

Sverrir Hermannsson.
Sverrir Hermannsson.
« 1 af 2 »

-Vestfirskir stjórnmálamenn í blíðu og stríðu-

Þegar Sverrir Hermannsson var iðnaðarráðherra var eitt sinn haldinn aðalfundur Orkubús Vestfjarða í Félagsheimilinu í Hnífsdal. Það var venja, meðan Orkubúið var í eigu sveitarfélaganna á Vestfjörðum, að við stjórnarkjör þurfti að gæta vandlega að því, að jafnvægi væri í stjórninni milli stjórnmálaflokka og sveitarfélaga, en sumir fulltrúar voru svo ráðherraskipaðir. Þótti þetta afar mikilvægt.

Þegar fundarstörfunum var lokið að öðru leyti en því, að eftir átti að kjósa stjórn, lagði uppstillingarnefnd fram tillögur að skipan stjórnar og virtist allt í fullri sátt. Þá stóð upp Kristinn H. Gunnarsson, Kiddi sleggja og vildi komast í stjórnina. Riðlaði hann þar með samkomulagi um hlutföllin

milli flokka og svæða. Allt varð vitlaust á fundinum. Þurfti nú uppstillinganefndin að funda um þessa nýju tillögu og var gert fundarhlé. Ekkert samkomulag náðist, fundarhléið dróst fram eftir degi og fundarmenn sátu í fundarsal og biðu.

Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra hafði boðið öllum fundarmönnum í kokteilboð á Hótel Ísafirði klukkan fjögur og átti fundinum þá reyndar að vera löngu lokið samkvæmt allri venju. Þegar klukkan var að verða fimm leiddist einum fundarmanna þófið og sté í pontu. Þetta var Baldur heitinn Bjarnason í Vigur. Hann horfði yfir salinn, barði í bríkina og sagði: Nú eru þeir búnir að hafa af mér þrjú glös.

Úr bókinni - Vestfirskir stjórnmálamenn í blíðu og stríðu- sem Vestfirska forlagið gefur út.

« September »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30