A A A
  • 1911 - fæddist Matthías Guðmundsson
03.12.2012 - 22:39 | JÓH

Nýr vefur Þingeyrarprestakalls

Þingeyrarkirkja.
Þingeyrarkirkja.
Í gærdag, fyrsta sunnudag í aðventu, opnaði nýr vefur Þingeyrarprestakalls. Þar er meðal annars skrifað: "Á þessum vef munu birtast fréttir og myndir af kirkjustarfinu í Þingeyrarprestakalli. Hér er líka að finna ýmsar upplýsingar fyrir börn, fermingarbörn og foreldra þeirra og auðvitað alla hina líka. Þá er að finna fróðleik um prestakallið, sóknir þess, kirkjur, kirkjugarða og forna aflagða kirkjustaði." Þá eru þeir sem eiga myndir af kirkjum prestakallsins eða öðru tengdu efni, hvattir til að hafa samband við sr. Hildi Ingu Rúnarsdóttur, sóknarprest í Þingeyrarprestakalli. Vefinn er að finna á slóðinni www.kirkjan.is/thingeyri, en einnig er hægt að smella á mynd af kirkjunni hér vinstra megin í valmynd Þingeyrarvefsins til að opna heimasíðuna.
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30