29.09.2012 - 07:13 | BIB
Núparinn hættir í ríkisstjórn
Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, snýr aftur í ríkisstjórn þann 1. október næstkomandi, á mánudag.
Hún mun taka við embætti efnahags- og fjármálaráðherra sem Núparinn Oddný G. Harðardóttir hefur gegnt síðan í lok síðasta árs.
Oddný G. Harðardóttir var við nám í Héraðsskólanum að Núpi í Dýrafirði á sínum tíma og tók þar landspróf.
Ítarlegt viðtal er við Oddnýju G. Harðardóttir í helgarblaði DV sem Dýrfirðingurinn Sólrún Lilja Ragnarsdóttir tók.
Hún mun taka við embætti efnahags- og fjármálaráðherra sem Núparinn Oddný G. Harðardóttir hefur gegnt síðan í lok síðasta árs.
Oddný G. Harðardóttir var við nám í Héraðsskólanum að Núpi í Dýrafirði á sínum tíma og tók þar landspróf.
Ítarlegt viðtal er við Oddnýju G. Harðardóttir í helgarblaði DV sem Dýrfirðingurinn Sólrún Lilja Ragnarsdóttir tók.