A A A
  • 1966 - Ólafur Kristján Skúlason
06.04.2017 - 07:08 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Nú liggja vötn öll til Dýrafjarðar - 9. hluti

Kvennablómi í Haukadal um aldamótin 1900. Ljósm.: Lárus Gíslason Rvk.
Kvennablómi í Haukadal um aldamótin 1900. Ljósm.: Lárus Gíslason Rvk.

Haukadalur

 

Myndavélin gengur frá Sveinseyri og inn að Haukadal. Síðan gengur hún um dalinn og fjallahringinn.

 

 

Texti:

 

Skammt innan Sveinseyrar liggur sá frægi dalur, Haukadalur. Er hann einna þekktastur allra sögustaða á Vestfjörðum. Það gerir Gísla saga Súrssonar. Var dalurinn aðal vettvangur þeirrar dramatísku sögu. Og enn blasir sögusviðið við þeim sem hingað leggja leið sína.

   Tvö fjöll setja meginsvip á Haukadal. Það er Kaldbakur, hæsta fjall Vestfjarða, 998 metra hátt og Kolturshorn sem teygir sig upp í 865 metra hæð. Undir Kaldbak og Kolturshorni gerðist að stórum hluta örlagasaga Gísla og ættmenna hans.

   Gísla saga getur um mikinn skóg í Haukadal. Í dag sjást aðeins nokkrar hríslur í dalnum.

  

Innskot úr myndinni Útlaginn eftir Ágúst Guðmundsson.

 

Lengi fram eftir öldum var Haukadalur talin ein bújörð, 60 hundruð að dýrleika. Í Gísla sögu er getið um 6 býli í dalnum og virðist sem þeir bæir hafi flestir staðið framar í dalnum en seinna varð. Á 19. öld voru Haukadalsbæirnir lengi þrír, Ystibær, Miðbær og Höll. Mjög stutt var á milli þeirra og lágu túnin saman. Bæjarnafnið Höll mun vera frá 18. öld og er talið að nágrannarnir hafi farið að kalla nýjan og rúmgóðan bæ sem þar var reistur höllina.

  

 

Myndavélin gengur um dalinn og byggðina.

 

Einkum koma þessir staðir til greina:Upptalning.

 

   Töluverð umsvif voru í Haukadal í lok nítjándu  aldar og fram á þá tuttugustu. Höfn var góð á Haukadalsbót. Þar safnaðist oft saman mikill fjöldi af frönskum skútum er stunduðu veiðar hér við land.

   Í Haukadal hafa jafnan búið þróttmiklir dugnaðarmenn. Matthías Ólafsson var þar mestur framkvæmdamaður um aldamótin 1900. Hann reistu fyrstu verslunina á staðnum og rak frá 1892-1914, ýmist á eigin vegum eða sem útibú frá Þingeyri.

 

Ljósmynd: Matthías Ólafsson.

 

            Árið 1910 voru íbúar í Haukadal orðnir 100 og var þá

            kominn vísir að þorpi á staðnum, við hlið gömlu býlanna, 

            sem keppti við Þingeyri. Það breyttist þó í tímans rás og nú

            er aðeins Unnur Hjörleifsdóttir á Húsatúni með fasta búsetu

            í Haukadal. Kristján Gunnarsson úr Miðbæ og eiginkona

            hans, Ólafía Sigurjónsdóttir, reka sauðfjárbú í dalnum, með

            aðsetri á Þingeyri.

 

            Tvær ljósmyndir: Kvennablómi í Haukadal og Sveinseyri

            um aldamótin 1900.

 

            Sagan:

   

              Lækurinn

 

Það eru margir sem hafa áhuga á Gísla sögu Súrssonar í Haukadal. Fyrir einhverjum árum síðan voru hjón þar á ferðinni og rákust á Kristján bónda Gunnarsson í Miðbæ. Kristján er maður sögufróður og léttur í lund og lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. 

   Eiginmaðurinn fór að hlýða honum yfir og spyrja hann út úr Gísla sögu. Meðal annars spurði hann Stjána hvar lækurinn væri sem Gísli hefði gengið eftir um nóttina þegar hann fór að vega óvin sinn. Stjána fannst nú skítt að geta ekki svarað þessu eðlilega, en sá þarna til hliðar vélgrafinn skurð.

   “Lækurinn, ja hann er þarna.”

   Aðkomumaður fór og athugaði lækinn og allar aðstæður og sagði síðan:

   “Já, það var ekki furða þó hann hefði getað leynst í þessum læk.”

                                                                 (Sögn Elísar Kjaran)

 

 

       Ljósmynd: Haukadalur. Fjöldi seglskipa á Haukadalsbót.

 

Ólafur Jónsson í Ystabæ var innheimtumaður hafnargjalda á Haukadalsbót og kölluðu Frakkarnir hann Lawrens. Að sögn kunnugra talaði þessi sjálfmenntaði bóndi frönsku reiprennandi.

 

Ljósmynd: Ólafur Jónsson í Ystabæ.

 

Verslunarstaður var löggiltur í Haukadal 1892 og 1897 var þar byggt fyrsta íshús í Vestur-Ísafjarðarsýslu og var það staðsett við innri enda Seftjarnarinnar og ísinn tekinn úr tjörninni. Það var síðar flutt til Þingeyrar.

 

Myndavélin gengur yfir Seftjörn og steyptu veggina við enda hennar.

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30