A A A
Heimavistarbarnaskólinn í Haukadal.Tekinn í notkun 1885. Þar bjó Matthías Ólafsson. Stórmerkilegt hús, en löngu horfið. (Mynd úr fórum Gunnars S. Hvammdal. Birtist fyrst í Mannlífi og sögu fyrir vestan, 12. hefti)
Heimavistarbarnaskólinn í Haukadal.Tekinn í notkun 1885. Þar bjó Matthías Ólafsson. Stórmerkilegt hús, en löngu horfið. (Mynd úr fórum Gunnars S. Hvammdal. Birtist fyrst í Mannlífi og sögu fyrir vestan, 12. hefti)

Hér birtist 10. og næst síðasti hluti þessarar umfjöllunar

úr kvikmyndahandritinu okkar Hemma heitins. Sú kvikmynd varð því miður aldrei að veruleika. 

 

Haukadalur, framhald.

 

Kvenfélagið Hugrún starfaði af miklum þrótti á fyrri hluti 20. aldar og reisti samkomuhús í dalnum 1936.

 

Ljósmyndir: Samkomuhúsið og kvenfélagskonur.

 

Ungmennafélag var starfandi um tíma af miklum móð í Haukadal. Það hét að sjálfsögðu Gísli Súrsson.

 

Fyrsti heimavistarbarnaskóli á Íslandi?

 

Ljósmyndir:

Barnaskólinn í Haukadal, reistur 1885.

Fjölskylda Matthíasar Ólafssonar.

Jóhannes Ólafsson.

 

Ljósmynd: Barnaskólabörn í Haukadal 1954.

 

Árið 1885 var tekinn í notkun barnaskóli í Haukadal, sem var einn sá fyrsti á Vestfjörðum og trúlega fyrsti heimavistarbarnaskóli á Íslandi. Máttarviðir hússins voru byggðir úr austurlenskum kjörviði úr Gramsverslun á Þingeyri og var það “stórt, vandað og fagurt” segir í blaðinu Ísafold.

    Forgöngumennirnir, sem flestir voru skútuskipstjórar voru 5, með Matthías Ólafsson frá Ystabæ í fararbroddi og var hann kennari skólans. Hinir voru Andrés Pétursson, skipstjóri í Höll, Kristján Andrésson, skipstjóri í Meðaldal, Sigurður Jónsson í Höll, vinnumaður og síðar skipstjóri og Ólafur Guðbjartur Jónsson, skipstjóri í Miðbæ. Greiddu þeir allt úr eiginn vasa og fengu enga styrki.

   Fyrsta veturinn var kennslugjald við skólann 25 krónur á nemanda, en það jafngilti verði þriggja til fimm vetra sauðar. Sem áður segir var ekki um að ræða neinn utanaðkomandi fjárstuðning til skólans.

   Þegar Haukadalsskólinn var stofnaður lá við mannfelli á Flateyri, Þingeyri og Bíldudal sökum hallæris.

   Nemendur voru 17 fyrsta skólaárið, 8 piltar og 9 stúlkur.     

   Þessi stórmerka skólastofnun í Haukadal starfaði aðeins til  ársins 1889, enda fluttist þá brauryðjandinn og kennarinn til Flateyrar. Hann sneri þó fljótlega aftur heim í dalinn sinn og tók upp merkið að nýju við að fræða börn og unglinga og gerðist mikill framfaramaður í almennum málum Þingeyrarhrepps, ásamt bróður sínum, Jóhannesi. Heita má að engin ráð hafi verið ráðin í sveitarfélaginu um langa hríð, án þess að þeir bræður kæmu þar við sögu.

 

Heimild: Ársrit Sögufélags Ísfirðinga 1984, Bjarni Guðmundsson frá Kirkjubóli. Ljósmyndir.

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30