A A A
  • 1965 - Björnfríður Fanney Þórðardóttir
  • 1966 - Jónína Kristín Sigurðardóttir
  • 2001 - Jóhanna Gabriela Lecka
Uppboðið á gömlu Póst -og símstöðinni fór fram í anddyri hennar. Til vinstri er  Guðmundur Ingvarsson, húsráðandi þar í áratugi, umboðsmaður hæstbjóðanda að ræða við hann í síma. Við hlið hans er Tryggvi Guðmundsson, lögfræðingur á Ísafirði, umboðsmaður Íbúðalánasjóðs. Þá Jónas sýslumaður með nýja kragann sinn og uppboðsbókina í höndum. Ljósm. H. S.
Uppboðið á gömlu Póst -og símstöðinni fór fram í anddyri hennar. Til vinstri er Guðmundur Ingvarsson, húsráðandi þar í áratugi, umboðsmaður hæstbjóðanda að ræða við hann í síma. Við hlið hans er Tryggvi Guðmundsson, lögfræðingur á Ísafirði, umboðsmaður Íbúðalánasjóðs. Þá Jónas sýslumaður með nýja kragann sinn og uppboðsbókina í höndum. Ljósm. H. S.
« 1 af 2 »

Fimmtudaginn 14. apríl 2016 fóru fram tvö nauðungaruppboð á Þingeyri. Sýslumaður Vestfjarða, Jónas Guðmundsson, mætti á svæðið við þriðja mann og bauð upp tvær húseignir, Aðalstræti 12, sem áður hýsti bækistöðvar Pósts og síma og íbúðarhúsið að Vallargötu 29. Gamla pósthúsið var slegið hæstbjóðanda, Wouter Van Hoeymissen, á 15,5 milljónir króna. Vallargata 29 var aftur á móti slegið Íbúðalánasjóði á 5 milljónir króna.

    Það bar til nýlundu á uppboðum þessum, að Jónas sýslumaður skartaði nýju embættistákni, svokölluðum sýslumannskraga. Hefur hann sjálfur hannað þetta tákn. Yfirboðarar hans hafa samþykkt að sýslumenn landsins noti sýslumannskragann  við ýmsar embættisgerðir. Sagði Jónas að það sé allt annað líf að sleppa sýslumannsskrúðanum við viss tækifæri. Svo eru sýslumannsfrúrnar náttúrlega dauðfegnar að vera lausar við að halda honum við dagsdaglega. En embættisbúningur sýslumanna er auðvitað klassískur við viðameiri athafnir. 

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30