A A A
  • 1997 - Ragnhildur Anna Ólafsdóttir
  • 2000 - Andrea Sif Bragadótir
21.02.2016 - 13:59 | Hallgrímur Sveinsson

Nafnkunnur maður tekur undir með spekingunum að vestan

Friðrik Pálsson í Viðskipta-Mogganum 18. febr. 2016.
Friðrik Pálsson í Viðskipta-Mogganum 18. febr. 2016.

Maður er nefndur Friðrik Pálsson, fyrrum forstjóri SH og hótelrekandi á Hótel Rangá í 13 ár. Hann er í viðamiklu viðtali við Stefán A. Stefánsson í Viðskiptamogganum 18. febr. Friðrik vill að allir þeir sem hingað komi greiði tiltekna upphæð í sjóð, 3000 eða jafnvel 5000 kr. Þessi sjóður verði helgaður uppbyggingu innviða. Hann tekur jafnframt fram, að  hann hafi ekki áhyggjur af að gjaldið fæli ferðamenn frá.

   Þrír spekingar hérna fyrir vestan hafa reifað þetta mál um skeið. Allir erlendir ferðamenn greiði 5,000,- kr. í aðgangseyri, sem vel mætti kalla Íslandsgjald eða Íslandsframlag. Fyrsta árið gerir það 5 milljarða króna miðað við eina milljón gjaldskyldra ferðamanna. Og til hvers? Jú, þessir peningar verði notaðir í uppbyggingu og til að hafa einhverja stjórn á ferðafólkinu.

  1. Löggæslu hreppstjóra eða svæðisumsjónarmanna. Verði 100 talsins. Rekstrarkostnaður 1 milljarður kr.
  2. Mannsæmandi hreinlætis- og salernisaðstaða þar sem ekki eru hótel og veitingastaðir. 50 hús til að byrja með. Kostnaður og rekstur 3 milljarðar kr.
  3. Kostnaður vegna fræðslu um landið 500 milljónir kr.
  4. Rekstur björgunarsveita 500 milljónir kr.

Er þetta ekki bara gráupplagt?

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30