A A A
  • 1975 - Ţuríđur Steinarsdóttir
  • 1991 - var golfklúbburinn Gláma stofnađur
30.07.2016 - 16:25 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson

Morgunklúbbur „heldri“ borgara á Ţingeyri:- Ţar er sko ekkert knífirí međ kandísinn!

Hinn ţekkti morgunklúbbur í sundlauginni á Ţingeyri. Hann hefur meira ađ segja komiđ í blöđunum! Ljósm. Kristján Ottósson frá Svalvogum.
Hinn ţekkti morgunklúbbur í sundlauginni á Ţingeyri. Hann hefur meira ađ segja komiđ í blöđunum! Ljósm. Kristján Ottósson frá Svalvogum.

Heitu pottarnir í sundlaugum landsins eru svolítið sér á báti. Þar myndast oft sérstök umræðustemmning og tengsl milli manna. Bornar eru saman bækurnar og rætt um landsins gagn og nauðsynjar. Lands- og heimsmálin oft rædd og jafnvel krufin til mergjar.

   Sundlaugin á Þingeyri, heiti potturinn og kaffiborðið þar er einmitt í þeim dúr.  Ekkert knífirí með kandísinn á þeim bæ! Þar hittast „heldri“ borgarar bæjarins og nærliggjandi hreppa fimm virka morgna vikunnar. Þetta fólk, sem er á ýmsum aldri, er uppfullt af lífsspeki og reynslu. Jafnvel spekingar koma þar við sögu. Svo koma náttúrlega ýmsir aðrir gestir og gangandi og bregða birtu yfir samkvæmið.

Yfir þessum morgunklúbbi svífur einhver sérstakur andi  skemmtilegheita og mannlegra samskipta sem margir sækjast eftir. Svolítið sérstakt samfélag eða klúbbur eins og sagt er. Menn koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Sagðar eru fréttir og stundum er farið með græskulaus gamanmál. Aldrei þó farið yfir strikið. Svo eru jafnvel húslestrar eða andagt sem sumir kalla. Og ekki örgrannt um að stundum sé lagið tekið.

   Tvisvar verður gamall maður barn eins og segir í fornum texta. Ekki svo að skilja að mikið sé um það í umræddum morgunklúbbi. En það eru alla vega tveir sem stundum láta eins og smákrakkar. Það þykir þeim „voðalega“ gaman. Við segjum ekki meir og nefnum engin nöfn!


« Apríl »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30