A A A
  • 1997 - Ragnhildur Anna Ólafsdóttir
  • 2000 - Andrea Sif Bragadótir
08.01.2018 - 06:55 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Sigurður Þórarinsson

Sigurður Þórarinsson (1912 - 1983).
Sigurður Þórarinsson (1912 - 1983).
Sig­urður fædd­ist á Hofi í Vopnafirði 8.1. 1912 en ólst upp á Teigi, son­ur Þór­ar­ins Stef­áns­son­ar, bónda þar, og Snjó­laug­ar Sig­urðardótt­ur.

Eig­in­kona Sig­urðar var Inga Backlund frá Svíþjóð og eignuðust þau tvö börn, Snjó­laugu og Sven.

Sig­urður lauk stúd­ents­prófi frá MA 1931, cand.phil.-prófi frá Hafn­ar­há­skóla, fil.kand.-prófi í al­mennri jarðfræði, berg­fræði, landa­fræði og grasa­fræði frá Stokk­hólms­háskóla, og fil.lic.-prófi í landa­fræði og doktors­prófi þaðan 1944.

Þór­ar­inn var dós­ent í landa­fræði við Stokk­hólms­háskóla 1944, vann að rann­sókn­um á Vatna­jökli sumr­in 1936-38 og í Þjórsár­dal 1939, sinnti rann­sókn­ar­störf­um í Svíþjóð og vann við rit­stjórn Bonniers Kon­versati­ons­l­ex­i­kon 1939-45, var kenn­ari við MR 1945-65, pró­fess­or í landa­fræði og for­stöðumaður landa­fræðideild­ar há­skól­ans í Stokk­hólmi 1950-51 og 1953 og pró­fess­or í jarðfræði og landa­fræði við HÍ frá 1968, vann við jökla- og eld­fjall­a­rann­sókn­ir hér á landi frá 1945 og flutti fjölda fyr­ir­lestra víða um heim.

Sig­urður var einn virt­asti vís­indamaður Íslend­inga. Hann gerði gjósku­lag­a­rann­sókn­ir að mik­il­væg­um þætti í forn­leifa­fræði. Skömmu eft­ir lát hans ákváðu Alþjóðasam­tök um eld­fjalla­fræði (IA­VCEI) að heiðra minn­ingu hans með því að kenna æðstu viður­kenn­ingu sína við hann. Hann var virk­ur nátt­úru­vernd­armaður, formaður Hins ís­lenska nátt­úru­fræðifé­lags, rit­stjóri Nátt­úru­fræðings­ins, starfaði í Jökla­rann­sókn­ar­fé­lag­inu, sat í stjórn Nor­rænu eld­fjalla­stöðvar­inn­ar, Nátt­úru­vernd­ar­ráði, formaður Jarðfræðafé­lags­ins og for­seti Ferðafé­lags Íslands. Hann var glaðsinna og prýðilega hag­mælt­ur, samdi fjölda vin­sælla söng­texta, svo sem Þórs­merk­ur­ljóð, Vor­kvöld í Reykja­vík og Að lífið sé skjálf­andi lítið gras. Þá þýddi hann texta eft­ir Bellm­an, gaf út bók um hann og tók þátt í starf­semi Vísna­vina.

Sig­urður lést 8. febrúar 1983.

 

Morgunblaðið.


« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30