A A A
  • 1981 - Brynhildur Elín Kristjánsdóttir
  • 1995 - Alexander Almar Finnbogason
  • 1996 - Margrét Unnur Borgarsdóttir
19.09.2017 - 18:19 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Sigurður Sigurðsson

Sigurður Sigurðsson (1887 - 1963).
Sigurður Sigurðsson (1887 - 1963).
« 1 af 2 »
Sig­urður Sig­urðsson fædd­ist í Vig­ur á Ísa­fjarðar­djúpi 19. sept­em­ber árið 1887.

For­eldr­ar hans voru hjón­in Sig­urður Stef­áns­son, prest­ur og alþing­ismaður í Vig­ur, f. 1854, d. 1924, og Þór­unn Bjarna­dótt­ir, f. 1855, d. 1936. For­eldr­ar sr. Sig­urðar voru hjón­in Stefán Stef­áns­son, bóndi á Heiði í Göngu­skörðum, og Guðrún Sig­urðardótt­ir. For­eldr­ar Þór­unn­ar voru hjón­in Bjarni Brynj­ólfs­son, bóndi, skipa­smiður og hrepp­stjóri á Kjarans­stöðum í Innri-Akra­nes­hr., og Helga Ólafs­dótt­ir, f. Stephen­sen.

Sig­urður lærði und­ir skóla hjá föður sín­um en fór síðan í Mennta­skól­ann í Reykja­vík og lauk þar stúd­ents­prófi árið 1908. Lagði hann síðan stund á lög­fræði, fyrst við há­skól­ann í Kaup­manna­höfn og síðan við Há­skóla Íslands og lauk þaðan embætt­is­prófi árið 1914.

Að loknu embætt­is­prófi gerðist Sig­urður Sig­urðsson héraðsdóms­lögmaður á Ísaf­irði og var þar til árs­ins 1921. Þá varð hann full­trúi í fjár­málaráðuneyt­inu en stundaði jafn­framt mál­flutn­ing fyr­ir Hæsta­rétti.

Árið 1924 var hann sett­ur bæj­ar­fóg­eti í Vest­manna­eyj­um um hálfs árs skeið, en 1. des­em­ber það ár var hann skipaður sýslumaður í Skaga­fjarðar­sýslu. Hann gegndi því embætti til árs­ins 1957, er hann náði ald­urs­há­marki emb­ætt­is­manna. Flutt­ist hann þá til Reykja­vík­ur og átti þar heim­ili síðan.

„Sig­urður Sig­urðsson naut vin­sælda og virðing­ar í héruðum sín­um. Hann var ágæt­lega greind­ur maður og skáld gott,“ seg­ir í minn­ing­ar­orðum um hann í Morg­un­blaðinu. Sig­urður gekkst fyr­ir stofn­un Sögu­fé­lags Skag­f­irðinga og var áhrifamaður í menn­ing­ar­lífi þar.

Eig­in­kona Sig­urðar var Stef­an­ía Arn­órs­dótt­ur, f. 15.4. 1889, d. 14.7. 1948. For­eldr­ar henn­ar voru Arn­ór Árna­son, prest­ur í Hvammi í Laxár­dal, og fyrri k.h., Stef­an­ía Sig­ríður Stef­áns­dótt­ir. Eignuðust Sig­urður og Stef­an­ía níu börn sem öll komust upp.

 

Sig­urður lést 20. júní 1963.

 

Morgunblaðið.

 

 

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31