A A A
  • 1997 - Ragnhildur Anna Ólafsdóttir
  • 2000 - Andrea Sif Bragadótir
12.10.2017 - 06:30 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Páll Ísólfsson

Styttan af Páli Ísólfssyni við Ísólfsskála austan Stokkseyrar. Myndina tók Björn Ingi Bjarnason sumarið 2005 Styttan hefur nú verið flutt inn að miðhluta Stokkseyrarþorps.
Styttan af Páli Ísólfssyni við Ísólfsskála austan Stokkseyrar. Myndina tók Björn Ingi Bjarnason sumarið 2005 Styttan hefur nú verið flutt inn að miðhluta Stokkseyrarþorps.
« 1 af 3 »

Páll Ísólfsson (f. 12. október 1893 – d. 23. nóvember 1974) var íslenskt tónskáld, orgelleikari, píanóleikari, hljómsveitarstjóri og söngstjóri. Páll gegndi fjölda starfa og var einn helsti forystumaðurinn í íslenskum tónlistarmálum á 20. öld.


Páll fæddist í Símonarhúsi á Stokkseyri.

Til Reykjavíkur kom hann árið 1908 og lærði tónlist hjá Sigfúsi Einarssyni frá Eyrarbakka.

 

Hann lærði á orgel hjá Karl Straube í Leipzig (1913-18). Páll fór síðan til Parísar til frekara náms árið 1925 og nam þar hjá Joseph Bonnet.

 

Að því loknu hóf Páll störf við tónlist á Íslandi. Hann varð forystumaður í íslensku tónlistarlífi um áratugi og orgelsnillingur.

Páll var stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur frá 1924-1936 og skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík 1930 til 1957.

Hann var organisti Fríkirkjunnar í Reykjavík 1926-1939 og síðan við dómkirkjuna í Reykjavík frá 1939-1967.


« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30