A A A
09.09.2016 - 08:30 | Vestfirska forlagiđ,Morgunblađiđ,Guđmundur R. Björgvinsson

Merkir Íslendingar - Magnús Jónsson frá Botni í Dýrafirđi

Magnús Jónsson (1909 - 1988) viđ tófuveiđar á Sauđanesi. Ljósm.: BIB
Magnús Jónsson (1909 - 1988) viđ tófuveiđar á Sauđanesi. Ljósm.: BIB

Magnús Jónsson á Flateyri - Fæddur 9. september 1909 - Dáinn 28. maí 1988

 

Magnús fæddist að Botni í Dýrafirði þann 9. september 1909. Foreldrar hans voru hjónin Jón Justsson og Kristjana Sigurlínadóttir er þá bjuggu að Botni, börn þeirra voru níu talsins. Eins og algengt var, stórar fjölskyldur og kjörin kröpp á þeim tímum. Magnúsi vará unga aldri komið í fóstur til vandamanna, eins árs gamall fór hann til Bersastaða í Dýrafirði til hjónanna Andrésar Helgasonar og Guðrúnar Elínar, hjá þeim ólst hannupp.

Minningar mínar um Magnús ná allt til þess er ég fyrst man eftir mér, frá tíðum komum hans og Kristínar Guðnadóttur konu hans, en hún lést 1982, í hús ömmu og afa, en þar var mikill vinskapur og frændsemi á milli.

Eftir Magnúsi tók sérhver maður, hann var sérstæður persónuleiki er ég hefði ekki viljað fara á mis við að kynnast. Síðari árin eftir að Magnús hætti að vinna, gafst tækifæri til að taka fyrir hendur ýmislegt til gamans, og naut ég þess þá mjög að vera með Magnúsi, ótaldar bílferðir, oft ekki langar, kannski út á hlíð að hlusta eftir hljóðum fjallbúanna eða spá í slóðir á nýfallinni mjöll, þá var athyglin í góðu lagi. Oft var rennt inn í fjörð svona rétt til að athuga hvort einhver lægi á steini og skimaði í kringum sig með mannsaugum, oftar en ekki var hafður meðferðis stafur, en það var aldrei látið detta nema vissa væri um hvernig færi.

Hafsjó af fróðleik fékk maður að heyra í hverri ferð, var oft gaman að hlusta. Magnús var um margt fróður um gamla horfna tíma og hafði sjálfur lifað tímana tvenna og oft átt við kröpp kjör að búa.

Í fáein skipti var ég svo lánsamur að fara með Magnúsi í grenjaleit á úthlíð Sauðaness, en Magnús var refaskytta í Flateyrarhreppi í áratugi. Í þeim ferðum sá maður oft að Magnús kannaðist vel við háttarlag lágfótu, enda höfðu þau oft eldað grátt silfur saman.

En oft undraðist ég yfir lyktar skyni lágfótu, einkum þegar Magnús tók í nefið, kallaðist síðan á við hana og lét detta í réttu færi, sagði svo: "Sýndist þér hún liggja?"

Magnús var mörg vor hjá Eysteini Gíslasyni í Skáleyjum á Breiðafirði, þar sem hann dyttaði að selanetum og sá um að hrella vargfugl frá æðarvarpinu. Oft háttaði svo til er ég var á ferð til eða frá Reykjavík, að Magnús fór með mér suður í Skálanes, eða þá heim til Flateyrar, en þeir Skáleyjabændur eiga styst til lands í Skálanes.

Eitt sinn fór ég með Magnúsi út í eyjar og dvaldi þar um helgi. Eftirvænting gamla mannsins var þá mikil yfir að hitta vin sinn Eystein, og fá að starfa með honum um tíma, og vera í snertingu við náttúru okkar stórbrotna lands.

Magnús hafði einstaka ánægju af að ferðast í bíl, var hann þá at hugull mjög og tók eftir öllu, hvernig tún væru sprottin og hvernig sauðfé væri haldið, hvort einhver væri byrjaður slátt. Hann hafði átt nokkrar kindur flest sín ár á Flateyri, jafnframt verkstjórn og verka vinnu á vetrum.

Minning mín um Magnús mun seint úr huga mér, því þeim sem hann tók, vildi hann hvert bein í eiga. Síðustu orð hans til mín munu aldrei gleymast mér er ég kvaddi hann liggjandi í sjúkrabíl fyrir utan húsið hans á kambinum. Þá grunaði mig ekki að þetta væri hinsta kveðja hans, við sem ætluðum að ferðast saman í sumar á æskustöðvum hans. Heldur grunaði mig ekkiað ég yrði svo fljótt fyrir því láni er hann bað mér, sem þökk fyrir samveruna og félagsskapinn.

Því kveð ég vin minn Magnús Jónsson með söknuði og einnig gleði, því ég veit að honum líður vel í nýjum heimkynnum og er þar ánægður.

Guðmundur R. Björgvinsson

Flateyri

 

Morgunblaðið 9. september 1989.

« Júní »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30