A A A
  • 1938 - Gu­r˙n Stein■ˇrsdˇttir
  • 1973 - KRISTA SILDOJA
  • 1983 - Hjalmar S. Svenna
14.10.2017 - 20:55 | Bj÷rn Ingi Bjarnason,HallgrÝmur Sveinsson,Morgunbla­i­,Vestfirska forlagi­

Merkir ═slendingar - Egill Ëlafsson

Egill Ëlafsson (1925 - 1999)
Egill Ëlafsson (1925 - 1999)
Egill Ólafsson fæddist á Hnjóti við Örlygshöfn 14. október 1925. Foreldrar hans voru Ólafur Magnússon frá Örlygshöfn, bóndi þar, og k.h., Ólafía Egilsdóttir frá Sjöundá, ljósmóðir í Rauðasandshreppi.

Eiginkona Egils var Ragnheiður Magnúsdóttir, húsfreyja og bóndi, frá Flatey á Breiðafirði, en hún lést 2001.

Synir þeirra: Ólafur, f. 1954; Egill Steinar, f. 1955, d. 1969; Kristinn Þór, f. 1958, og Gunnar, f. 1962. Fyrir átti Ragnheiður Magnús Jónsson, f. 1947.

Egill bjó á Hnjóti alla tíð. Hann var vinsæll og vinmargur, frumkvöðull í ræktun og búskap, gestrisinn og framfarasinnaður.

Egill var landgræðsluvörður Landgræðslunnar í Vestur-Barðastrandarsýslu á fjórða áratug, gegndi því starfi af miklum dugnaði og stöðvaði m.a. sandfok við Sauðlauksdal og Patreksfjarðarflugvöll.

Egils verður þó að öllum líkindum lengst minnst fyrir elju sína við björgun menningarverðmæta. Á Minjasafni Egils Ólafssonar að Hnjóti við Örlygshöfn er einstætt safn frá sunnanverðum Vestfjörðum, sem vitnar um sögu sjósóknar, landbúnaðar og daglegs lífs og veitir innsýn í lífsbaráttu, útsjónarsemi og sjálfsbjargarviðleitni fyrri kynslóða, oft við afar erfiðar aðstæður. Á safni Egils er m.a. að finna hattinn hans Gísla á Uppsölum og muni frá björgunarafrekinu við Látrabjarg 1947. Þá var hann sjálfur óþrjótandi fróðleiksbrunnur sem með frásögnum sínum gæddi fortíðina nýju lífi. Minjasafn hans var stofnað 22.6. 1983 er þau hjónin gáfu Vestur-Barðastrandarsýslu safnið.

Árið 1973 tók Egill við starfi umsjónarmanns flugvallarins við Patreksfjörð og þá fór hann að draga að sér muni úr vestfirskri flugsögu og raunar flugsögu landsins alls. Í kjölfarið reis á Hnjóti ótrúlegt flugsafn, sem hann ánafnaði Flugmálastjórn.

Egill lést 25. október 1999.

 

Morgunblaðið.


« Mars »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31