A A A
  • 68 - Valdimar Gestur Hafsteinsson
  • 1979 - Urður Skúladóttir
  • 1989 - Guðmundur Jónsson
14.09.2016 - 09:26 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Merkir Íslendingar - Ágúst H. Pétursson

Ágúst H. Pétursson (1916 - 1996)
Ágúst H. Pétursson (1916 - 1996)
« 1 af 2 »
Ágúst fæddist í Bolungarvík 14. september 1916, sonur Péturs Sigurðssonar sjómanns og Kristjönu Þórunnar Einarsdóttur húsfreyju.

Fyrri kona Ágústs var Helga Jóhannesdóttur sem lést 1941 og eignuðust þau Kristjönu póstfulltrúa og Helga sendiherra. Sonur Ágústs og Maríu Valdimarsdóttur var Emil Pétur skipstjóri sem lést í fyrra. Seinni kona Ágústs var Ingveldur Magnúsdóttur sem lést 2011 og er sonur hennar Hafsteinn B. Sigurðsson bifreiðarstjóri en dætur Ágústs og Ingveldar eru Ásgerður hárgreiðslumeistari og Ásthildur skrifstofumaður.

Ágúst nam bakaraiðn í Alþýðubrauðgerðinni í Reykjavík og hlaut meistararéttindi 1942. Hann rak Brauð- og kökugerð í Reykjavík 1944-51 og á Patreksfirði 1951-54, sat í sveitarstjórn Patrekshrepps 1954-88, var sýslunefndarmaður, oddviti Patrekshrepps 1954-58 og 1978-82 og var sveitarstjóri 1958-63.

Ágúst var skrifstofustjóri hjá Hraðfrystihúsinu Skildi hf. á Patreksfirði en síðast starfaði hann hjá Hraðfrystihúsi Patreksfjarðar.

Ágúst sat í stjórn Bakarasveinafélags Íslands og Bakarameistarafélags Reykjavíkur, var einn af stofnendum Söngfélagsins Hörpu í Reykjavík, formaður FUJ og sat í stjórn SUJ, sat í flokksstjórn og miðstjórn Alþýðuflokksins 1942-85, formaður skólanefndar Iðnskólans og Patreksskólahverfis, sat í stjórn Sjúkrasamlags Patreksfjarðar og í sáttanefnd, var stofnfélagi Lionsklúbbs Patreksfjarðar og formaður hans.

Um Ágúst sagði Sighvatur Björgvinsson í minningargrein: „Ágúst H. Pétursson var fjölhæfur maður. Hann var vel máli farinn og ritfær vel. Hann átti mikið og gott safn bóka og las mikið. Hann var framkvæmdasamur og áræðinn, kappsmaður til verka og frumkvæðismaður um margt. Hann var jafnvel að sér til handa og hugar, lagtækur smiður og hlífði sér aldrei.“

 

Ágúst lést 1. mars 1996.

 

Morgunblaðið 14. september 2016

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31