A A A
  • 1962 - Sigţór Valdimar Elíasson
  • 1993 - Magnús Ellert Steinţórsson
  • 2003 - Hanna Gerđur Jónsdóttir
17.07.2016 - 21:01 | Morgunblađiđ,Björn Ingi Bjarnason,Vestfirska forlagiđ

Merkir Íslendingar - 100 ára afmćli Kristjáns frá Djúpalćk fagnađ í gćr - 16. júlí 2016

Kristján Einarsson frá Djúpalćk.
Kristján Einarsson frá Djúpalćk.
Í gær, 16. júlí 2016,  hefði ljóðskáldið Kristján Einarsson frá Djúpalæk orðið hundrað ára, en hann lést 15. apríl 1994.

Af því tilefni var opnaður pakki sem Kristján færði Héraðsskjalasafninu á Akureyri, en í honum voru sendibréf hans og Guðmundar Böðvarssonar frá árunum 1943-1974.

Aðalheiður Einarsdóttir, systir Kristjáns, opnaði pakkann í Héraðsskjalasafninu ásamt Eiríki Birni Björgvinssyni bæjarstjóra en þegar Kristján færði safninu pakkann snemma árs 1979 mælti hann svo fyrir að hann yrði ekki opnaður fyrr en 16. júlí 2016. Í bréfi til safnsins skrifaði Kristján að bréfin hefðu „aldrei [verið] skrifuð með geymslu fyrir augum né öðrum ætluð. Þau kunna því að vera full af sleggjudómum um menn og málefni samtímans og má í fæstum tilfellum taka það mjög alvarlega. [...] Þegar leið á bréfasamband okkar fórum við að ræða um að bréfin skyldu geymd í allt að hálfa öld ef einhverjir skyldu þá hafa gaman af að sjá hvernig menn hugsuðu á þessum árum. Fjarlægð í tíma ætti þá og að vera orðin svo mikil að sársaukalaust sé öðrum mönnum.“

Kristján fæddist á Djúpalæk í Skeggjastaðahreppi í Norður-Múlasýslu. Hann gekk í Alþýðuskólann á Eiðum og Menntaskólann á Akureyri og starfaði lengi sem kennari meðfram því sem hann orti ljóð, ritstörf urðu aðalstarf hans 1966.

Kristján sendi frá sér ýmsar bækur og var afkastamikill þýðandi.

Alls sendi hann frá sér þrettán ljóðabækur; 

Frá nyrztu ströndum, kom út 1943,
 Villtur vegur, 1945, 
Í þagnarskóg, 1948, 
Lífið kallar, 1950, 
Þreyja má þorrann, 1953, 

Það gefur á bátinn, 1957, 

Við brunninn, 1960, 

7x7 tilbrigði, 1966, Þrílækir, 1972, 

Sólin og ég, 1975,
 Óður 1977, 

Punktar í mynd, 1979
ogFljúgandi myrkur, 1981.

Kvæðasafnið Í víngarðinum kom út 1966 og Dreifar af dagsláttu kom út 1986.

Heildarkvæðasafn hans, Fylgdarmaður húmsins, kom út 2007.

Æskuminningar hans, Á varinhellunni, komu út 1984 og bókin Akureyri og norðrið fagra, sem hefur að geyma ljóðrænar myndskýringar, 1974.


« Apríl »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30