A A A
  • 1965 - Björnfríður Fanney Þórðardóttir
  • 1966 - Jónína Kristín Sigurðardóttir
  • 2001 - Jóhanna Gabriela Lecka
16.02.2017 - 12:08 | Vestfirska forlagið,Margrét Óskarsdóttir,Björn Ingi Bjarnason

Margrét Óskarsdóttir skrifar: - Gísli á Uppsölum

Vestfirska þrenningin að baki Gísla á Uppsölum. F.v.: Elfar Logi Hannesson, Svavar Knútur Kristinsson og Þröstur Leó Gunnarsson. Ljósm.: Fréttablaðið.
Vestfirska þrenningin að baki Gísla á Uppsölum. F.v.: Elfar Logi Hannesson, Svavar Knútur Kristinsson og Þröstur Leó Gunnarsson. Ljósm.: Fréttablaðið.
« 1 af 2 »

Kómedíuleikhúsið hefur farið sigurför um landið með alls konar sýningar. Þetta er atvinnuleikhús Vestfjarða.

Þau (aðstandendur Kómedíuleikhússins) hafa ferðast um landið með margskonar sýningar. Sérstaklega hafa þeir sýnt Vestfirðingum mikla ræktarsemi með þeim fjölmörgu sýningum sem þau hafa flutt þeim um allar holtagrundir í samkomuhúsum, skólum, kirkjum og fl.

Og nú sýna þau í Reykjavík. Alltaf nær fullt hús og undirtektir mjög góðar í flestum tilfellum. Ég naut hverrar mínútu á sýningunni. Ég skal viðurkenna að ég var frekar taugatrekkt fyrir sýninguna, mér er ekki sama hvernig Gísli á Uppsölum er hanteraður og settist með smáskjálfta og þvala í lófum.

Myrkur. Orgeltónar. Ljósin mjög hægt upp. GÍsli gengur hægt í hús sitt.

Einstakir persónutöfrar einbúans héldu mér fastri í húsi hans næsta klukkutímann. Hvílík sýning, fegurð, lotning, staðfesta.

Töfrar einleikarans, leikstjórans, lærifeðra og verndara Kómendíuleikhússins voru allsráðandi í einfaldleik sínum og virðingu.

Þessi sýning má ekki gleymast. Hún er sterkur þáttur í íslenskri menning okkar. Hana þarf að mynda og sýna í sjónvarpi og í skólum.

Einelti hvað, grimm örlög, afskiptaleysi.

Á ég að gæta bróður míns?

Guð á margan gimstein þann, sem glóir í mannsorpinu.

Missið ekki af Gísla á Uppsölum.

Tónlistin er yndisleg.


Af Facebook-síðu Margrétar Óskarsdóttir.


« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30