Magnús Þór Hafsteinsson leiðir lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi
Flokkur fólksins kynnti á laugardag oddvita framboðslista flokksins fyrir næstu Alþingiskosningar á fundi sem haldinn var í Háskólabíó.
Inga Sæland formaðurin flokksins verður oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, en hún leiddi lista flokksins í því kjördæmi einnig í síðustu kosningum.
Dr. Ólafur Ísleifsson mun leiða listann í Reykjavíkurkjördæmi norður, Guðmundur Ingi Kristinsson fer fyrir listanum í Suðvesturkjördæmi, Karl Gauti Hjaltason í Suðurkjördæmi, Magnús Þór Hafsteinsson í Norðvesturkjördæmi og Sr. Halldór Gunnarsson í Norðausturkjördæmi.
Flokkur fólksins er hástökkvari í nýjum þjóðarpúlsi Gallup sem framkvæmdur var dagana 15. til 28. september og mældist flokkurinn þar með 10,1% fylgi.
Fylgi Vinstri grænna mælist mest allra flokka og með 25,4% fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn mældist næststærstur með 23,1% og Píratar með 10,3%.