A A A
  • 1966 - Steinar Ríkarður Jónasson
02.10.2009 - 11:18 | bb.is

Mælt með Gunnlaugi Dan sem skólastjóra

Grunnskólinn á Þingeyri
Grunnskólinn á Þingeyri
Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar hefur mælt með því að Gunnlaugur Dan Ólafsson verði ráðinn skólastjóri við Grunnskólann á Þingeyri. Umsóknarfrestur um stöðuna rann út 21. september en hann hafði þá verið lengdur um rúman mánuð. Fjórar nýjar umsóknir bárust og voru því alls sjö sem sóttu um starfið. Tekin voru viðtöl við tvo aðila og voru þeir báðir metnir hæfir til starfsins. „Í ljósi menntunar og reynslu Gunnlaugs Dan Ólafssonar, mælir fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar með því við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að hann verði ráðinn", segir í fundarbókun. Gunnlaugur lét nýlega af störfum skólastjóra Grunnskólans í Grindavík eftir 30 ára starf við skólann. Gunnlaugur starfaði fyrstu tvö árin sem kennari við skólann uns hann tók við sem skólastjóri.
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31