06.05.2019 - 14:59 |
Lítilmagninn má sín mikils í krafti fjöldans
Fyrir skemmstu var fjallað um óánægju bæjarstjóra Bolungarvíkurkaupstaðar með ímynd Bolungarvíkur á kortasíðu vefrisans Google. RUV.is sagði frá því að Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri hefði gert athugasemd við hið eilífa vetrarríki sem ríkt hefur í Bolungarvík í netheimum og taldi hann það bæði óskírt og villandi fyrir væntanlega ferðamann. Skemmst er frá því að segja að með sameiginlegu átaki margra komust skilaboðin á réttan stað hjá fyrirtækinu og má nú sjá Víkina græna á vefkortum.