A A A
27.01.2016 - 21:40 | Hallgrímur Sveinsson,Simbahöllin á Ţingeyri

Litháen og Vestfirđir taka höndum saman

Sjö litháískir listamenn á tröppum Simbahallar á Ţingeyri í dag. Međ ţeim á myndinni er hallarfrúin hún Janne og fleiri.
Sjö litháískir listamenn á tröppum Simbahallar á Ţingeyri í dag. Međ ţeim á myndinni er hallarfrúin hún Janne og fleiri.

Questioning Arts er samvinnuverkefni listamanna frá Vestfjörðum og Utena í Litháen. Alls fóru 6 vestfirskir listamenn á 3 vinnustofur í Utena frá maí - október á síðasta ári og nú stendur yfir síðasta vinnustofan á Þingeyri. Á meðan á henni stendur munu Litháensku listamennirnir heimsækja okkur og kynna verk sín á röð sýninga á næsta mánuði. 

   Nú á laugardaginn, 30. janúar verður fyrsta sýningin af fjórum í Simbahöllinni á Þingeyri. Listamenn munu verða á staðnum og kynna lokaafurð þeirra kl. 14, sýning opin til kl. 18. Þema fyrstu sýningarinnar er þjóðmenning Litháens. Sýningin er nefnd eftir litháískum málshætti: "Hvaðan kemur hljóðið - frá vanganum þínum eða lófanum mínum?" Íslenskir og litháískir listamenn unnu að margvíslegum verkum út frá yfirheiti vinnustofunnar sem var þjóðmenning Litháens, sögur, tónlist, handverk og arkitektúr. 

Listamenn á staðnum:


Lísbet Harðar Ólafardóttir 
Gunnar Jónsson 
Aurelija Maknytė
Jurgita Jakubauskaitė 
Jurgita Žvinklytė
Žilvinas Danys

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 31. janúar frá kl. 12-18 í Simbahöllinni á Þingeyri. Verið velkomin!

« Maí »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31