A A A
  • 1929 - Jónas Ólafsson
11.07.2018 - 16:17 |

Listahátíđ haldin á Flateyri

Listahátíðin Straumar verður haldin á Flateyri dagana 26.-29. júlí næstkomandi en Straumar er hátíð þar sem ungt listafólk ættað af Vestfjörðum deilir listsköpun sinni með heimamönnum og eru allir velkomnir.

Fimmtudaginn 26. júlí verður sérstaklega hugað að börnum en þá verður boðið upp á ókeypis örnámskeið fyrir börn á aldrinum 8-12 ára sem standa milli kl. 14:00-16:00. Námskeiðin sem um ræðir eru leiklist, tónlist, teiknun, gjörningalist og skúlptúrgerð og getur hvert barn valið tvö námskeið. 

Nauðsynlegt er að skrá börn til þátttöku fyrirfram og má hafa samband með því að senda tölvupóst á netfangið straumarlistahatid@gmail.com með nafni og aldri barns, nafni og símanúmeri forráðamanns og skal koma fram hvaða tvö námskeið barnið velur. 
« Júlí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31