12.12.2011 - 13:22 | JÓH
Langar þig að vinna við Þingeyrarvefinn?
Thingeyri.is leitar eftir einstaklingum, heima og að heiman, til að vinna við vefinn. Þingeyrarvefnum hefur verið haldið úti frá árinu 2003 en frá árinu 2008 hefur Íþróttafélagið Höfrungur haft yfirumsjón með rekstri hans. Áhugi er fyrir að efla vefinn enn frekar en til þess væri gott að fá aðstoð. Það skal þó tekið fram að öll vinna við vefinn er, og hefur alltaf verið, unnin í sjálfboðavinnu en er einstaklega skemmtilegt og gefandi starf.
Áhugasamir sendi póst á thingeyri@thingeyri.is eða hringi í Jóhönnu í s. 862-1841
Áhugasamir sendi póst á thingeyri@thingeyri.is eða hringi í Jóhönnu í s. 862-1841