A A A
  • 1911 - fæddist Matthías Guðmundsson
29.11.2008 - 01:46 | ruv.is

Lagt verður mat á umhverfisáhrifum

Fyrirhuguð jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar.
Fyrirhuguð jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar.
Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu vegagerðarinnar að mati á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðra jarðganga milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Áætlað var að bjóða verkið út á næsta ári.

Göngin milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar eiga að vera 5.1 kílómetri á lengd og reiknað var með að framkvæmdatíminn yrði um tvö ár, þ.e. að göngin yrðu tilbúin árið 2011 eða 2012. Upphafleg kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 2,3 milljarða króna en búast má við að þær tölur hafi hækkað nokkuð.

 

Vegagerðin lagði á haustdögum fram tillögu að mati á umhverfisáhrifum og með úrskurði sínum frá í gær fellst Skipulagsstofnun á tillöguna. Þó með ákveðnum skilyrðum.

 

Meðal annars tekur Skipulagsstofnun undir athugasemdir frá Umhverfisstofnun þess efnis að þegar gangamunnar eru í bröttum ósnortnum fjallshlíðum geti rask fyrir ofan og í kringum haft neikvæð sjónræn áhrif.

 

Þá bendir stofnunin á að hlutar framkvæmdarinnar, s.s. gangamunnar kunni að vera deiliskipulagsskyldir. Þá telur skipulagsstofnun nauðsynlegt að framkvæmdaraðili geri grein fyrir ásýndarbreytingum á landslagi, með tilkomu gangamunnana og vegtenginga og leggur til að reynt verði að finna þá gangamunna sem þegar eru fyrir hendi sem helst líkjast fyrirhugðum gangamunnum í Dýrafirði og Arnarfirði til að sýna hvernig ásýndin muni breytast.

 

Ljóst má vera að athugasemdir skipulagsstofnunar eru ekki það stórvægilegar að þær hafi áhrif á framkvæmd verksins.

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30