28.09.2016 - 09:08 | Reykhólavefurinn,Vestfirska forlagið
Lætur af starfi umsjónarmanns
Hlynur Þór Magnússon hefur látið af umsjón með Reykhólavefnum. Hann hefur annast vefinn í átta og hálft ár en af heilsufarsástæðum hefur hann nú óskað eftir lausn frá starfi. Hlynur mun samt liðsinna starfsfólki á skrifstofu Reykhólahrepps óformlega við vefinn eitthvað enn um sinn eftir því sem aðstæður leyfa.
Netfang vefjarins er eftir sem áður vefstjori@reykholar.is.
Síminn á skrifstofu Reykhólahrepps er 430 3200.