A A A
  • 1929 - Jˇnas Ëlafsson
17.07.2017 - 08:51 | Vestfirska forlagi­,N4 sjˇnvarp,HallgrÝmur Sveinsson,Bj÷rn Ingi Bjarnason

Kynntust Ý bi­r÷­ og keyptu h˙s ß 2500 kr

Hjˇnin Janne Kristensen og Wouter Van Hoeymissen. Ljˇsm.: N4 sjˇnvarp.
Hjˇnin Janne Kristensen og Wouter Van Hoeymissen. Ljˇsm.: N4 sjˇnvarp.
« 1 af 2 »
Þegar komið er til Þingeyrar taka flestir eftir fallegu og reisulegu húsi í hjarta byggðarinnar.
Þetta er Simbahöllin og hefur kaffihúsið sem rekið er í húsinu oft komist á kortið sem besti og óvæntasti kaffistaðurinn á landinu.

Hjónin Janne Kristensen og Wouter Van Hoeymissen keyptu húsið árið 2005 í því skyni að gera það upp. Kaupverðið var aðeins 2.500 krónur og þau hófust strax handa við endurbætur og fljótlega varð Simbahöllin mikil staðarprýði. Janne er dönsk en Wouter er belgískur.

Kaffihúsið er á neðstu hæðinni en fjölskyldan býr á efri hæðunum. Þegar þau keyptu húsið hafði það staðið autt í nokkur ár og stóð jafnvel til að rífa það.

Saga Simbahallarinnar er um margt nokkuð merkileg. Í húsinu var nýlenduvöruverslunin Sigmundarbúð rekin í nokkra áratugi og síðar raftækjaverslun og myndbandaleiga. Íbúar Þingeyrar eiga því margar minningar tengdar Simbahöllinni.


„Þetta hefur verið mikið ævintýri, með því að gera húsið upp sáum við ýmis tækifæri en þegar endurbætur hófust fyrir alvöru urðum við ástfangin af húsinu og vildum fara alla leið í uppbyggingunni. Við settum okkur í samband við Húsafriðunarnefnd og smám saman fóru hlutirnir að vinda upp á sig með ýmsum hætti,“ segir Wouter sem kom til landsins sem ferðamaður árið sem þau keyptu Simbahöllina sem þá var í eigu Ísafjarðarbæjar. Skilyrðin voru að hann myndi gera húsið upp að utan á næstu þremur árum. Wouter hafði í heimalandinu unnið við að smíða leikmyndir og heillaðist fljótlega af hugmyndinni um að gera upp húsið þannig að það yrði þorpsprýði. „Ég ferðaðist fyrst um landið og vann fyrir mér hér og þar eins og svo margir útlendigar gera. Svo lenti ég á Þingeyri og vann fyrst við að beita.“

Kynntust í biðröð

Janne lagði stund á bókmenntir við Kaupmannahafnarháskóla og ákvað að skella sér til Íslands til þess að læra íslensku. Hún kom til landsins sem skiptinemi í Reykjavík og kynntist Wouter í biðröð fyrir utan veitingastað í borginni. Þau fóru að spjalla saman og Wouter sagði Janne að hann væri á leiðinni vestur á firði daginn eftir og ætlaði sér hugsanlega að kaupa gamalt hús á Þingeyri. Hún þurfti ekki að hugsa sig lengi um og ákvað að fara vestur með honum.

Friður, frelsi og karakter

„Já, já, þetta var afdrifaríkt samtal í biðröðinni í Reykjavík, Íslandsferðin er orðin lengri en til stóð í upphafi og við erum bæði sátt við þá staðreynd.  Hérna á Þingeyri er mjög fallegt og daglegt líf er tiltölulega einfalt. Hérna er friður og frelsi og það kunnum við vel að meta. Við eigum tvö börn, Frosta og Fríðu og Þingeyri er góður staður til að ala upp börn. Hérna þekkjast allir, skólinn er lítill og allir eru frjálsir. Ég hugsa að það gæti orðið erfitt fyrir okkur að flytja í borg núna, skólinn er svo lítill og allt nálægt manni og hérna á Þingeyri er fjölskyldan eins og blóm í eggi,“ segir Janne.

Wouter segir að verkefnin vindi upp á sig, þannig hafi þau fyrst fengið hest gefins og svo hvolp, svo komu tveir hestar og fyrirtækið og loks börnin, það sé eðli lífsins. „Þetta er auðvitað eins og á öðrum stöðum úti í heimi, hefur bæði kosti og galla og ég hef stundum hugsað „hvað er ég eiginlega að gera hérna, einangra mig hér með gömlu fólki?“ En svo er lífið bara svo einfalt hér og gott, friður og frelsi,“ bætir Wouter við.

Vestfirðingar þurfa ekki fleiri ferðamenn

Yfir vetrarmánuðina breytist Simbahöllin í listamannamiðstöð, Westfjords Residency, enda er ekki grundvöllur fyrir rekstri kaffihúss á Þingeyri alla mánuði ársins. „Í vetur voru hjá okkur tíu listamann frá mörgum þjóðlöndum, Bandaríkjunum, Noregi, Tælandi, Grikklandi og Belgíu. Með því að reka í húsinu listamannamiðstöð fáum við hjónin innblástur. Listamenn sjá hlutina yfirleitt með öðrum augum en annað fólk og geta jafnvel skapað farveg fyrir nýjungar af ýmsu tagi og aukið víðsýni heimamanna. Listamenn búa gjarnan til braut fyrir næsta hóp, sem eru frumkvöðlarnir sem aftur geta skapað nýja atvinnustarfsemi. Þetta er löng braut sem þarf að vera fjölbreytt. Svolítið af sjávarútvegi, slatti af menningu, hnefafylli af ferðaþjónustu og svona gæti ég haldið áfram. Sjávarútvegur er stór og mikilvæg atvinnugrein víðast hvar hérna fyrir vestan en atvinnulífið þarf að vera fjölbreyttara.

Núna er mikið talað um að ferðaþjónustan eigi að bjarga öllu. Ég segi hins vegar að Vestfirðingar þurfi ekkert endilega að fá til sín sem flesta ferðamenn. Við eigum að leggja áherslu á að hugsa vel um þá sem koma hingað og varðveita náttúruna, kyrrðina og allt það sem einkennir Vestfirðina. Sem betur fer er farið að líta á ferðaþjónustuna sem alvöru atvinnugrein. Þegar ég kom hingað fyrst fannst mér lítið sem ekkert að gerast, það er margt sem hefur breyst,“ segir Wouter.

Erlenda listafólkið dásamar veruna á Þingeyri.

„Hérna er ekkert stress og það kann fólkið að meta. Hér var til dæmis kona frá San Francisco sem hafði vanist því að borða á veitingahúsum borgarinnar á hverjum degi. Hérna þurfti hún sjálf að sjá um eldamennskuna og fannst það merkileg upplifun. Henni fannst lífið hérna uppi á Íslandi svolítið „back to basics.“ Fleiri og fleiri búa í borgum en langar samt sem áður til að vera í fámenni. Hraðinn er svo mikill hvert sem litið er, kannski er stærsta og verðmætasta auðlind Vestfirðinga kyrrð og friður. Listafólkið kemur hingað til að anda að sér rólegheitunum og jafna sig á öllu stressinu.“

 

Vel tekið á Þingeyri

Þau Janne og Wouter eru sammála um að þorpsbúar hafi tekið þeim afskaplega vel. „Hérna ríkir kannski svolítið gamaldags menning. Ef maður er til dæmis að vinna við húsið í skítaveðri segja margir að maður sé duglegur og seigur,“ segir Wouter. „Fólk á hins vegar svolítið erfitt með að skilja listamannalífið og það er svo sem allt í þessu fína. Þingeyri er lítið þorp og sumir kvarta en það þýðir ekkert að hlusta á slíkar raddir. Hérna líður okkur mjög vel og við erum ekkert á förum. Þingeyri er okkar staður,“ segja hjónin Janne Kristensen Wouter Van Hoeymissen.

 

 

N4 - sjónvarpsstöð.
« J˙lÝ »
S M Ů M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31