A A A
  • 1932 - Kristín Kristjánsdóttir
  • 2004 - Óttar Pétursson
  • 2006 - Carmen Kristín Vignisdóttir
08.05.2016 - 18:30 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Krían er komin í Arnarfjörð!

Kría. Ljósm.: Davíð Davíðsson.
Kría. Ljósm.: Davíð Davíðsson.

Í dag, 8. maí, sáust bunkar af kríum í æðarvörpunum á Hrafnseyri og Auðkúlu í Arnarfirði. Í fyrra sást hún fyrst 9. maí í áðurnefndum æðarvörpum. Getur þess vegna hafa komið daginn áður. Þannig að það skeikar varla klukkutíma hjá þessum stórkostlega fugli. Sérfræðingar segja reyndar að krían sé stundvísasti farfuglinn.

Öll náttúran lifnar er þessi langföruli farfugl kemur fljúgandi af Suðurskautslandinu og bætist í hóp hinna sem komnir eru.

   Enginn fugl í heiminum ferðast jafnlanga leið á milli varp- og vetrarstöðva og krían, eða 35 þúsund km. Og þessa vegalengd fer hún tvisvar á ári!

Krían er eini fulltrúi ættar sinnar með fastan þegnrétt hér á landi. Hún er spengilegur og tígulegur fugl, nokkru minni en hettumáfur og mun mjóslegnari og rennilegri.

Krían er afbragðs flugfugl, hún andæfir yfir vatni og steypir sér síðan eldsnöggt niður eftir síli. Hún er þekkt fyrir öflugan lofthernað í varplandi sínu og ver ekki aðeins eigin afkvæmi fyrir ræningjum, heldur njóta aðrir fuglar einnig góðs af að verpa í nágrenni hennar.
Krían er mjög félagslynd og á sífelldu iði og amstri.

Fæða: Fiskur, skordýr, krabbadýr.

Lengd:        33 - 35 cm 
Þyngd:        120 g
Vænghaf:   75  -  80 cm

(Heimild: Fuglavefurinn og doktor.is)

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31