A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
31.08.2016 - 08:23 | Vestfirska forlagiđ,bb.is

Kortleggur vestfirskt lista- og menningarlíf

Elfar Guđni Ţórđarson, listmálari á Stokkseyri, viđ eina af Vestfjarđamyndum sínum. Ljósm.: BIB
Elfar Guđni Ţórđarson, listmálari á Stokkseyri, viđ eina af Vestfjarđamyndum sínum. Ljósm.: BIB
Verið er að safna saman upplýsingum um lista- og menningarstarf á Vestfjörðum vegna Sóknaráætlunar Vestfjarða 2015-2019. Íris Björg Guðbjartsdóttir á Ströndum vinnur að söfnun upplýsinganna og biðlar hún til allra þeirra sem starfa að listum eða menningu með einum eða öðrum hætti að senda sér upplýsingar. Gildir einu hvort þar eigi í hlut starfandi listamenn eða innan hvaða listgreinar, félög eða menningarstofnanir á Vestfjörðum. Þá er einnig um að ræða öflun upplýsinga um viðburði árin 2015 og 2016 á öllum Vestfjörðum s.s. bæjarhátíðir og fleira. 

Íris Björg biður alla þá sem málið varðar að senda sér línu á netfangið irisbjorg@strandabyggd.is
Í póstinum þarf eftirfaranandi að koma fram: Nafn, fæðingarár, listgrein, fagfélag, sveitafélag, póstnúmer, netfang, sími, vefsíða, hvort birta megi upplýsingar á vef (já eða nei) virk/ur i sköpun (já eða nei), menntuð/aður í listum (já eða nei). 


Fyrsta skref vinnunnar er að safna öllum upplýsingum saman og verða þær í framhaldinu sendar til áframhaldandi úrvinnslu svo greina megi og kortleggja núverandi stöðu og umfang menningarstarfs og skapandi greina á Vestfjörðum. Einnig verður skoðað bæði samfélagslegt og efnahaglegt vægi þess. 
« Janúar »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
Jón Sigurðsson í hnotskurn

Veistu, hvílíkt afrek það var að halda úti Nýjum félagsritum í 30 ár?


Veistu, hvernig alls konar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón?


Veistu, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þátt þau áttu í vinsældum hans með þjóðinni?


Veistu, hvenær Jón þurfti mest á fjárhagsstuðningi að halda heiman frá Íslandi?


Veistu hvernig Íslendingar og Danir brugðust þá við?

Eldri spurningar & svör