A A A
  • 2012 - Freyja Dís Hjaltadóttir
Vestfirðingar eru hvattir til að taka þátt í könnuninni. Mynd: Bergþór Gunnlaugsson.
Vestfirðingar eru hvattir til að taka þátt í könnuninni. Mynd: Bergþór Gunnlaugsson.
Um þessar mundir stendur Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum fyrir könnun meðal Vestfirðinga um viðhorf þeirra til ferðaþjónustunnar. Markmið könnunarinnar er að fá að vita hvort heimamenn séu ánægðir með uppbyggingu ferðaþjónustunnar, hvort þeir vilja leggja meiri áherslu á ferðaþjónustu sem atvinnugrein á Vestfjörðum eða hvort þeir vilji leggja áherslu á aðrar atvinnugreinar. Rannsóknin var send til eitt þúsund Vestfirðinga. Að sögn Írisar Hrundar Halldórsdóttur, sem vinnur könnunina ásamt Öldu Davíðsdóttur, hefur ekki borist nóg af svörum og hefur skilafrestur því verið lengdur til 30. nóvember. Íris hvetur þá sem lentu í úrtakinu að skila inn svörunum.
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30