A A A
  • 1911 - fæddist Matthías Guðmundsson
04.05.2017 - 07:08 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Björn Ingi Bjarnason

Jón Höskuldur Gíslason - Fæddur 8. ágúst 1932 - Dáinn 23. apríl 2017 - Minning

Jón Höskuldur Gíslason (1932 - 2017).
Jón Höskuldur Gíslason (1932 - 2017).
Jón Hösk­uld­ur Gísla­son fædd­ist á Gljúf­urá í Arnar­f­irði 8. ág­úst 1932. Hann lést á Hjúkr­un­ar­heim­il­inu Sólvangi í Hafnar­f­irði 23. apríl 2017.

For­eldr­ar hans voru Gísli Vign­ir Vagns­son, f. 3. ág­úst 1901 í Fjarðar­horni Gufu­dals­hr., Aust­ur-Barð., d. 4. októ­ber 1980, bóndi á Mýr­um í Dýraf­irði, og kona hans Guðrún Sig­ríður Jóns­dótt­ir, f. 17. maí 1895 í Sauðeyj­um á Breiðafirði, d. 7. októ­ber 1975.

Systkini Jóns: Ein­ar Andrés, f. 1924, d. 2015, Þuríður f. 1925, d. 2016, Sig­ur­björg Árn­dís, f. 1927, d. 1965, Una, f. 1928, Álf­heiður, f. 1929, Valdi­mar Hauk­ur, f. 1934, Berg­sveinn Jó­hann, f. 1938, Davíð, f. 1941. Upp­eld­is­bróðir og frændi: Pét­ur Krist­inn Þór­ar­ins­son, f. 1922, d. 1999.

Jón kvænt­ist Gestheiði Þuríði Þor­geirs­dótt­ur 27. sept­em­ber 1959, f. 27. fe­brú­ar 1931, dótt­ir Katrín­ar Markús­dótt­ur hús­móður, f. 29. mars 1900, d. 31. mars 1967, og Þor­geirs Sig­urðsson­ar sjó­manns, f. 24.6 júní 1902, d. 8. júní 1972.

Börn Jóns og Gestheiðar:
1) Gísli Vagn, f. 23. maí 1959, kvænt­ur Bryn­dísi Garðars­dótt­ur. Börn þeirra eru: a) Dagný Björk, f. 1985, gift Kristó­fer Sig­urðssyni, dæt­ur þeirra eru Vikt­oría Rut, f. 2014, og Katrín Lilja, f. 2016. b) Arn­ar Freyr, f. 1990, í sam­búð með Heru Jó­hanns­dótt­ur.
2) Son­ur, f. 16. maí 1966, d. 17. maí 1966.

Gestheiður átti þrjú börn frá fyrra hjóna­bandi:
1) Katrín Ágústa, f. 11. sept­em­ber 1948, gift Hans An­kjær.
2) Gest­ur, f. 26. júlí 1950, kvænt­ur Odd­nýju Guðmunds­dótt­ur. Börn Gests eru: a) Ágúst Þór, f. 1968, kvænt­ur Berg­lindi Fríðu Viggós­dótt­ur. Son­ur þeirra er Kristó­fer Daði, f. 1998. Fyr­ir átti Ágúst son­inn Aron, f. 1993. b) Hjör­dís Bára, f. 1970, í sam­búð með Þórði Rey Arn­ar­syni. Börn Hjör­dís­ar eru Re­bekka Þurý, f. 1998, og Hann­es Már, f. 2004. c) Heiðrún Harpa, f. 1976, gift Þórði Dags­syni. Þeirra börn eru Kol­brún Andrea, f. 1994, og María Rut, f. 1998. Dótt­ir Kol­brún­ar Andr­eu er Emel­ía Rún, f. 2013. d) Jón Ólaf­ur, f. 1979, kvænt­ur Katrínu Ástu Stef­áns­dótt­ur. Þeirra börn eru Ólaf­ur Vil­helm, f. 2012, Bjarney María, f. 2014, og Bjarni Friðrik, f. 2016. e) Eva Rán, f. 1981. Henn­ar börn eru Thelma Líf, f. 1998, og Jos­hua Elí, f. 2007.
3) Esther, f. 24. fe­brú­ar 1952, gift Sig­urði Berg­steins­syni. Þeirra börn eru: a.) Krist­ín Berta, f. 1973, gift Haf­steini Orra Ingva­syni. Þeirra börn eru Ingvi Hrafn, f. 2004, og Esther Sara, f. 2007. b) Alda Hrund, f. 1975, gift Bjarka Birg­is­syni. Þeirra börn eru Jó­hanna Berta, f. 1994, Kolfinna Esther, f. 1995, Berg­steinn Snær, f. 2000, og Ólaf­ur Ern­ir, f. 2002. c) Berg­steinn, f. 23. apríl 1979. Í sam­búð með Vig­dísi Más­dótt­ur. Þeirra dótt­ir er Iðunn, f. 2011. Áður eignaðist Berg­steinn son­inn Sig­urð Elí, f. 2000.

Jón flutti frá Gljúf­urá að Mýr­um 1936 ásamt fjöl­skyldu sinni. Hann ólst upp við öll al­menn sveita­störf og var ung­um fal­in ábyrgð eins og vökt­un æðar­varps og þar með meðferð skot­vopna. Fyr­ir ferm­ingu var hann ásamt öðrum byrjaður í ferju­flutn­ing­um yfir Dýra­fjörð.

Jón gekk í Núps­skóla, fór í Iðnskól­ann í Reykja­vík og lærði vél­virkj­un, komst á samn­ing í Héðni og lauk þaðan sveins­prófi 1959 með viður­kenn­ingu fyr­ir góðan náms­ár­ang­ur. Meist­ara­rétt­indi hlaut hann í sama fagi og starfaði alla tíð við vél­virkj­un og lengst­um sem verk­stjóri.

Jón og Gestheiður hófu bú­skap sinn í Kópa­vogi en fluttu í Garðahrepp árið 1964 og bjuggu þar lengst­um. Síðustu ævi­ár­in bjuggu þau í Hafnar­f­irði.

Árið 1961-1962 hóf Jón störf í Bátalóni en þá var þar eng­in vélsmiðja. Hon­um var falið að byggja hana upp, sem hann og gerði með renni­bekk og logsuðutæki að vopni. Öll verk­færi smíðaði hann. Í Bátalóni starfaði hann meðan fyr­ir­tækið var starf­andi. Frá Bátalóni fór Jón, Nonni í Bátalóni, til starfa hjá Dröfn en lauk starfsævi sinni hjá Vélsmiðju Orms og Víg­lund­ar.

Jón var virk­ur í Kiw­anis­klúbbn­um Set­berg í Garðabæ. Hann sat í stjórn verk­stjóra­fé­lags­ins Þórs og var mörg ár kos­inn end­ur­skoðandi fé­lags­ins. Hann sat í stjórn Dýrfirðinga­fé­lags­ins. Jón og Gestheiður byggðu sér sum­ar­hús á Heimri Stekk í landi Mýra og dvöldu þar lang­dvöl­um.

Útför Jóns fer fram frá Frí­kirkj­unni í Hafnar­f­irði í dag, 4. maí 2017, og hefst klukk­an 13.

___________________________________________________________________________________

Minningarorð Valdimars H. Gíslasonar

 

Í dag kveðjum við Jón Hösk­uld Gísla­son, bróður og vin. Hann fædd­ist á Gljúf­urá í Arnar­f­irði en flutti, þegar hann var á fjórða ári, með for­eldr­um, systkin­um og föður­for­eldr­um þaðan að Mýr­um í Dýraf­irði. Flutn­ing­arn­ir urðu okk­ur systkin­un­um minn­is­stæðir. Við vor­um flutt á vél­bát út Arn­ar­fjörðinn, fyr­ir Slétta­nes, inn Dýra­fjörð að Mýra­mel. Frá sjón­um var svo gengið heim að Mýr­um. Urðu það mik­il um­skipti að koma úr bæj­ar­kríl­inu á Gljúf­urá í reisu­legt íbúðar­húsið á Mýr­um, sem eru forn­frægt höfuðból. Þar var í mörg horn að líta, túnið stórt og þýft, engja­lönd mik­il, æðar­varp með 1.200 hreiðrum og úti­hús mörg og dreifð víða. Viðhaldi á flest­um hús­um var ábóta­vant. Við systkin­in vor­um því ekki göm­ul þegar við fór­um að taka til hendi. Það kom snemma í hlut Jóns að aðstoða við gæslu æðar­varps­ins og þá einkum að verja það fyr­ir ágangi refs, hrafns og svart­baks. Hann var því ekki gam­all þegar hann fór að fara með byssu, og segja má að hún hafi verið hon­um til­tæk eft­ir það.

 

Þó að Jón menntaði sig og starfaði sem iðnaðarmaður syðra reyndi hann að kom­ast vest­ur um varp­tím­ann flest vor, vakti þá um næt­ur, skaut refi og flugvarg. Jón reisti sér sum­ar­bú­stað í Mýralandi á Innri-Stekk. Þaðan sér vel yfir meg­in­hluta varp­lands­ins. Eft­ir að hann hætti störf­um vegna ald­urs dvaldi hann í bú­staðnum ásamt Gestheiði konu sinni sum­ar­langt frá vori og fram und­ir haust. Þaðan vaktaði hann varpið og var það mik­ill létt­ir heima­fólki á Mýr­um.

Sá hátt­ur hef­ur verið hafður á, nú í meira en 20 ár, að vakt­menn í vörp­un­um á Mýr­um og Læk komi sam­an að Mýr­um við svo­kallað her­ráðsborð kl. sex að morgni. Þar neyta menn kaff­is og meðlæt­is. Smjörkaka er á borðum ef ref­ur hef­ur fallið um nótt­ina. Þá er mönn­um skylt að koma með vel stuðlaða vísu um at­b­urði næt­ur­inn­ar. Hef­ur marg­ur ung­ur stigið þar sín fyrstu spor í vísna­gerð. Jón var góður hagyrðing­ur og lagði mikið af mörk­um við her­ráðsborðið. Ég veit að hann myndi vilja færa þakk­ir öll­um vin­um sín­um og sam­starfs­mönn­um sem hann hitti þar, vor eft­ir vor.

Jóni þótti sér­lega vænt um æsku­stöðvarn­ar í Dýraf­irði og lýsti þeim svo:

Víða hér á foldu finn­ast

fagr­ir staðir og vert að kynn­ast.

Eng­inn þó af Guði gjörður

glæsi­legri en Dýra­fjörður.

Hann fór aldrei til suðlægra sól­ar­landa, hans sól­ar­land var bú­staður­inn á Stekkn­um og Dýra­fjörður. Hann orti kom­inn á níræðis­ald­ur:

Þó að ref­ur rölti um mel

og riðlist fugla­hjörð,

karl­inn gamli kæt­ist vel,

kom­inn í Dýra­fjörð.

Sein­ustu árin barðist Jón við ill­víg­an sjúk­dóm. Dvaldi und­ir það síðasta á Sólvangi í Hafnar­f­irði og naut þar góðs at­læt­is. Síðasta dvöl hans vestra var vorið 2015. Hann var orðinn lasb­urða en vildi standa sína plikt og skila sinni vísu. Ein af þeim síðustu var þannig:

Nú er liðið lág­nættið

og lokið minni vöku.

Best er því að bregðast við

og berja sam­an stöku.

Að leiðarlok­um þökk­um við Jóni sam­fylgd­ina sem og alla þá hjálp og gleði sem hann veitti með kom­um sín­um að Mýr­um. Gestheiði, Gísla og fjöl­skyld­um vott­um við inni­lega samúð.

 

Valdi­mar H. Gísla­son og

fjöl­skylda, Mýr­um.

 

 

Morgunblaðið fimmtudagurinn 4. maí 2017.

 

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30